Laugardagur, 22. desember 2012
Ótækt að búa við minnihlutastjórn fram á vor
Síðustu atkvæðagreiðslur fyrir jól staðfestu að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er komin í minnihluta á alþingi. Eftir áramót mun ástandið aðeins versna. Jóhanna lætur af formennsku í Samfylkingunni í febrúar og er lamaður sem verkstjóri ríkisstjórnarinnar.
Minnihlutastjórnin ætti að sjá sóma sinn í að biðjast lausnar fyrir áramót. Ólafur Ragnar gæti skipað starfsstjórn fram að kosningum.
Ef samstjórn Samfylkingar og VG ætlar að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist verður veturinn blóðugur.
Athugasemdir
Hún hefur hvort sem er alltaf verið lamaður verkstjóri hún Jóhanna, henni er ekki vel gefið að stjórna nema með einræðistilburðum sem oftar en ekki gera illt verra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2012 kl. 18:40
Fínt.
Blóðugur vetur hljómar vel.
Tryggja þarf að þetta lið stjórni þessu landi aldrei, aldrei aftur.
Rósa (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 20:16
Blóðugur vetur framundan ? Meira en það, blóðug 4 ár að auki !
Vinstri flokkarnir munu - með Steingrímssyni plús Framsókn, mynda næstu ríkisstjórn.
Framundan himneskir sælutímar fyrir Íslendinga !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 20:47
Kalli, nú ertu búinn að draga mig niður með þessu 3svar. Nei, það má aldrei verða. Við komum þessum flokkum út og höldum þeim og klónunum úti. Þó veturinn verði blóðugur og harður. 500 ár minnst væri hæfilegt í friði frá þessu ofstæki.
Elle_, 22.12.2012 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.