Laugardagur, 22. desember 2012
Sátt og sundrung á vinstri vængnum
Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð gátu runnið saman í eitt stjórnmálaafl á kjörtímabilinu og bætt fyrir sundrungu vinstrimanna frá 1930, þegar kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum.
Steingrímur J. og forysta VG viðruðu sameiningarhugmyndir við Samfylkinguna. Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG sagði jafnvel upphátt frá slíkum pælingum á fundi á Selfossi. Samfylkingin reyndist áhugalaus.
Ef vinstri vængurinn sameinaðist væru komnar forsendur fyrir skýrum valkostum við stjórnarmyndun, hægri eða vinstristjórn. En skýrir valkostir eru ekki keppikefli stjórnmálamanna. Þeir vilja svigrúm til athafna - sem er kurteist hugtak yfir tækifærismennsku. Fáir sterkir flokkar eru hinum dæmigerða íslenska stjórnmálamanni ekki að skapi - og allra síst ,,athafnastjórnmálamönnum."
Í stað sameiningar á vinstri kantinum er þar stundaður skipulagður klofningur að ofan. Björt framtíð er útibú frá Samfylkingu. VG gæti klofnað vegna afstöðunnar til ESB-umsóknarinnar.
Vinstrimenn munu ekki endurreisa virðingu almennings fyrir stjórnmálum. Við næstu kosningar verður eftirspurn eftir stöðugleika sem vinstriflokkarnir geta ekki boðið upp á.
Athugasemdir
Skora á Pál Vilhjálmsson að ganga til liðs við Dögun eða Bjarta framtíð.
Held nefnilega að Páll standi fyrir sínu og að hann sé að sóa góðum gáfum fyrir vitleysingana í Heimssýn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 16:06
Það er allt opið í sambandi við þessar kosningar.
Þær snúast væntanlega að stórum hluta um það hvort einhverjum öflum tekst að virkja óánægju fylgið. Ef það tekst þá munu sjallarnir trúlega verða fyrir vonbrigðum því þeir eiga lítið í því fylgi.
Það er ekki hægt að útiloka að VG nái ekki yfir 5% þröskuldinn en hugsanlega mun vera Ögmundar í 1. sæti í Kraganum tryggja VG inn á þing. Það er enginn annar frambjóðandi hjá VG sem höfðar til villikatta fylgis sem flytur sig væntanlega yfir á aðra flokka í öllum öðrum kjördæmum. Jóni Bjarna verður væntanlega bolað burtu af lista VG í norð-vestur kjördæmi í framhaldi af andstöðunni við fjárlög og ESB-aðild.
Það er ekki hægt að útiloka "norræn velferð 2" ef að VG nær inn á þing og Dögun og Björt Framtíð ná góðum árangri í kosningunum.
Ef Árni Páll verður formaður SF þá gæti hann valið að horfa til hægri í stjórnarmyndun. SF gæti hins vegar átt erfitt uppdráttar í kosningunum með ÁPÁ í forystu. Hann er auðvelt skotmark vegna þjónustulundar sinnar við kröfuhafa.
Við erum að tala um popp og kók og langa kosninganótt held ég.
Seiken (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.