ESB-pakkinn er 388 bls.

ESB-sinnar segja iðulega við andstæðinga aðildar íslands að Evrópusambandinu að það sé ekki leyfilegt að vera á móti aðild nema vita hvað sé í ,,pakkanum."

ESB-sinnar láta að því liggja, og segja sumir fullum fetum, að ,,pakkinn" sé glæsilegu undanþágurnar sem Íslendingum muni bjóðast með aðildarsamningi. En við höfum mestu og bestu undanþáguna nú þegar - sem er að standa utan við Evrópusambandið.

ESB-pakkinn getur ekki verið annað en Evrópusambandið sjálft. Grunnreglur þess, ígildi stjórnarskrár, er að finna í Lissabonsáttmálanum, sem til er í íslenskri þýðingu og er 388 blaðsíður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farinn að furða mig á því að EU skuli nenna þessu þrasi við Íslendinga. Því nóg af vandræðagemlingum í sambandinu.

Vilja þeir eitt “Hellas” í viðbót?  

Yrðum strax til vandræða með sífelldar óskir um styrki og undanþágur vegna vitsmuna og andlegra yfirburði innbyggjara.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 08:58

2 identicon

Páll!

Yður er eigi viðbjargandi. Vekur forvitni mína að vita hvernig er að lifa í heimi þar sem allir hlutir eru aðeins svartir eða hvítir.

Gleðileg jól

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 12:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú nennir Haukur!

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2012 kl. 12:25

4 Smámynd: Sólbjörg

ESB eru alveg jafn spenntir fyrir Íslandi og Nupo. Hér eru eftirsóttar auðlindir.

Sólbjörg, 21.12.2012 kl. 13:58

5 Smámynd: Elle_

Hörður, við í fullvalda ríki, við höfum ekkert við Brusselveldið að gera.  Gleðileg jól.

Elle_, 21.12.2012 kl. 19:02

6 identicon

VIð Sólbjörgu er það að segja að ESB hefur aldrei óskað eftir viðræðum við Ísland um inngöngu þess í sambandið.

Elle!!!! Hvað er fullvalda rík, það væri gaman að fá þína skilgreiningu á því? Hvar hefur þú verið frá haustinu örlagaríka 2008? Neyðarlán og AGS!!!!!!!!

ESB hefur aldrei beðið nokkurt ríki að sækja um aðild að sambandinu. Það hafa hins vegar langflest sjálfstæð ríki álfunar (án nokkurra minnimáttarkenndar) sótt um aðild með það að leyðarljósi að bæta hag sinnar þjóðar í samfélagi evrópu.

Hörður Arnarson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 22:23

7 Smámynd: Elle_

Ekki það að ég ætli að fara að skýra, Hörður, hvar ég hafi verið.  En AGS var engin skylda og nú eru þeir farnir að mestu.  Við þurfum ekkert Brussel neitt til að ráða ríkjum yfir okkur.

Elle_, 22.12.2012 kl. 01:11

8 Smámynd: Sólbjörg

ESB hefur svo sannarlega hvatt Ísland til að sækja um. Hingað er ausið fé í formi styrkja til að reyna að tryggja umsókninni fylgi íslendinga. Óteljandi boðsferðir til Brussel, þar sem allt uppihald er greitt. Sett er upp áróðursskrifstofa og sendiboðar í löngum röðum frá ESB koma í heimsóknir til landsins - það er ekki lítill áhuginn sem ESB hefur á umsókn íslendinga. ESB þykir aftur á móti verst og pínlegast opinskátt áhugaleysi og mótvilji íslendinga fyrir inngöngu.

Sólbjörg, 22.12.2012 kl. 01:18

9 identicon

Þetta er bara alveg laukrétt hjá Sólbjörgu. Og við er að bæta óteljandi yfirlýsingum ráðherra í ríkjum ESB, að þeir styðji umsókn Íslands (og eru reyndar til þess fallnar að tefla á tæpasta vað stjórnmálasamskiptum þessa kalda klaka við nálæg ríki). ESB hefur gert nánast allt annað en að skrifa sjálft undir aðildarumsóknina. Enda fer ekkert á milli mála, að ESB ágirnist aðstöðuna hér í norðurhöfum. Gleðileg jól.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.12.2012 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband