Rányrkja hófst fyrir landnám

Ómar Ragnarsson segir rányrkju jafngamla landnámi og tilfærir skógarhögg og ofbeit sem dæmi.

Rányrkja á Íslandi hófst fyrir landnám. Í Landámu segir um Flóka Vilgerðarson, sem gaf landinu nafn en hvarf þó frá staðfestu þá hann fyrst kom.

Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð og tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd. Þá var fjörðurinn fullur af veiðiskap, og gáðu þeir eigi fyrir veiðum að fá heyjanna, og dó allt kvikfé þeirra um veturinn.

Flóki, sem stundum er nefndur Hrafna-Flóki, stundaði sum sé veiðar við Ísland án þess að hafa kvóta. Og hvorki fengu Hrafna-Flóki né þeir aðrir sem á eftir komu  blessun páfa eða konungs að búa þetta land. Og bjuggu þó og ukust að íþrótt og frægð, sagði Jónas löngu seinna. 

En núna segir Ómar að 1100 ára saga okkar sé tóm vitleysa, við ættum ekki að ráðstafa okkar landi sjálf heldur láta Brussel um það.

 


mbl.is Íslendingar eyða um efni fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað þetta er nú langsótt hjá þér Páll.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:05

2 identicon

Feilskot hjá þér Páll.

Gott blogg hjá Ómari.

Bendir einmitt á hið augljósa,, fjárhagslegt sjálfstæði og varfærin auðlindanýting heldur okkur m.a utan ESB.

Þeir sem brenna bú eru busar og annara gagn að lokum.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 22:56

3 identicon

"Eyða um efni fram".

Það er fyrirsögnin á fréttinni.

Þar sem ég er ekki viðskiftafr./hagfr. eða inn í þessum fjármálageira á Íslandi hef ég nú ekki mikið til málanna að leggja. Mín spurning er einfaldlega sú: "Er verðbólgubatteríið" reiknað inn í þessa frétt, þá á ég við lánakjör fólks sem hefur keypt þak yfir höfuðið undanfarin ár. Hver er undirstaða í þessarri frétt? Er einhver sem getur eða vill svara?

Var reiknað með hærri húsaleigu sem hefur verið undanfarin ár? Ég vil senda þér Páll Vilhjálmsson sérstakar jólakveðju og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur sett á prent.

Kannski fylgist ég ekki nógu vel með, en þú Páll hjálpar mér mikið. Gleðilegt nýtt ár.....

jóhanna (IP-tala skráð) 20.12.2012 kl. 23:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rányrkja frá landnámi,? Er virkilega hægt að kalla það þessu nafni,? Landnámsmenn á opnum bátum hólpnir að ná landi,tóku ekkert frá öðrum,þeir voru í eðli sínu landkönnuðir,sem seinna varð viðurkennd stétt. Það má ekki slíta upp túnfífil fyrir þessum öfgalandverndurum. Að horfa hörmungina um sauðkindina, kvikmyndaþáttinn,þvílík öfga landvernd. Veit ekki betur en Ómar Ragnars hafi notað alla bletti landsins fyrir relluna sína og ekki alltaf lent á þar til gerðum völlum. En öryggi hans er þó fyrir öllu ef þörf krefur að lenda hvar sem er.

Helga Kristjánsdóttir, 21.12.2012 kl. 01:58

5 identicon

Jóhann, hvar var feilskotið og Haukur, hvað var langsótt? Vill Ómar ekki einmitt setja landið undir ESB stjórn? Hann er jú samfylkingarmaður og hefur aldrei mótmælt þessu.

Ólafur (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband