ASÍ auglýsir eftir þenslu

Atvinnuleysi á Íslandi er 4,4 prósent samkvæmt síðustu mælingu. Það þýðir að allir eru með vinnu sem nenna að vinna. Við þessar kringumstæður á að hækka vexti og hægja á fjárfestingum til að skapa ekki þensluástand.

Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins krefjast lágra vaxta og stóraukinna ríkisútgjalda til framkvæmda.  Það er uppskrift að verðbólgu og ósjálfbærri þenslu.

Áður en núverandi ríkisstjórn og sú næsta svo mikið sem íhuga að fylgja forskrift ASÍ og SA er skynsamleg að minnast þess að bæði samtökin voru meðvirk í útrásinni og eru skipuð stjórnum og starfsliði sem ber ábyrgð á lífeyrissjóðasukki síðustu ára.

 


mbl.is Auglýsing leiddi til upphlaups á stjórnarheimilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hún fór að heiman í nov. 2008.,var íklædd kynlegum kortum og talið að hún leynist meðal vor. Þeir sem geta gefið upplýsingar um þenslu,eru beðnir að hafa samband við ASÍ. Fundarlaunum heitið.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2012 kl. 22:56

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvers konar andskotans vitleysa er í þér Páll. Ekki bjóða fólki upp á svona kjaftæði ... Ég er atvinnulaus og hef verið það í heilt ár. Veistu um vinnu handa mér? Ég nenni að vinna, fæ synjanirnar í röðum. Þú veist kannski ekki að atvinnuleysi er mest hjá háskólamenntuðu fólki hér á landi og það er miklu erfiðari staða en þjóðin hefur áður þekkt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.12.2012 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband