Mánudagur, 17. desember 2012
Botnfrosin ESB-umsókn í þíðingu RÚV
ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins er botnfrosin vegna þess að enginn nennir lengur að tala fyrir umsókninni og pólitískur stuðningur við umsóknina er bundinn við fáeina þingmenn Samfylkingar.
RÚV, sem þáði mútuferð Evrópustofu fyrir fréttamann sinn, Sigrúnu Davíðsdóttur, reynir að láta líta svo út að samningaferlinu miði áfram.
Björn Bjarnason sem manna best þekkir til stöðu ESB-umsóknarinnar bendir að að ekki standi til í bráð að hefja viðræður um þá kafla sem eru umdeildir, s. s. landbúnaðarmál og sjávarútveg.
Við erum ekki á leiðinni inn í Evrópusambandið. Bæði er að enginn vilji er til þess hér á landi og svo er hitt að Evrópusambandið stendur frammi fyrir grundvallabreytingum vegna evru-kreppunnar. Aðeins 17 af 27 ríkjum ESB eru með evru og fyrirsjáanlegt er að þau tíu ríki sem ekki nota gjaldmiðilinn taki ekki þátt í samrunaferli evru-ríkjanna.
ESB-sinnar á RÚV þjóna ekki hagsmunum almennings með því að taka þátt í blekkingariðju Samfylkingar um ESB-umsóknina.
Athugasemdir
Getur ESB ekki borgað sjálft fyrir þennan áróðursmiðil sinn, og látið okkur í friði?
Ef Sigrún Davíðsdóttir, það siðferðilega brak, á að fá laun fyrir ESB áróður, þá á ESB náttúrulega að greiða fyrir hann.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 23:20
Hvernig stendur á því Páll að ekki virðist vera hægt að mynda þinglegan meirhluta fyrir því að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir þingkosningar, eða samhliða þeim?
Skyldi það bara stranda á samFylkingunni einni og stalínistaklíku Steingríms J.?
Ætli skýringuna á tregðu alþingis til að afgreiða málið til þjóðaratkvæðagreiðslu, sé ekki einnig að finna meðal "Já Icesave" 12 menningaklíku þingflokks "Sjálfstæðis"flokksins, ásamt þeim 13., Illuga Gunnarssyni, sérvöldum þingflokksformanni Bjarna Ben., puntudúkku.
Kannski meirihluti alþingis til áframhaldandi aðlögunarferlis, mallandi áfram, já áfram, sé myndaður af 12 menningaklíku "Sjálfstæðis"flokksins ásamt þeim 13. með stalínstum VG og samfylktu júró-teknó-krötunum í samFylkingu, Borgara(Hreyfingar/Dögun og Bjartri framtíð Gvendar Steingríms og Marshallsins?
Hefur þér einhvern tíma dottið í hug að leggja þetta alminlega niður fyrir þér Páll, eða vilt þú kannski alls ekki að málið verði klárað með dúndrandi Nei í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ég minni þig á að hræ er hræ, VG er hræ, en af hverju hlífirðu alltaf 12 menningaklíku þingflokks "Sjálfstæðis"flokksins, ásmt þeim 13., í þessu máli öllu, í þessum loddaraleik öllum?
Heiðarlegt svar óskast frá þér Páll.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 02:28
Ruv. er bara ekki fréttamiðill allra landsmanna. Eftir að þessi ríkisstjórnarnefna komst til valda er engu líkara en hún ritstýri veigamestu fréttunum og fréttatengdum þáttum. Einu fréttirnar sem hlustandi er á eru ,Hraðfréttir, strákurinn sem les þær er sérlega góður,skemmtilegur og hreinlega yndislegur.
Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2012 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.