Mánudagur, 17. desember 2012
Steingrímur J. forsætisráðherra eða ESB-umsókn afturkölluð
Samfylkingarmenn vilja að Jóhanna Sig. hætti sem forsætisráðherra þegar hún lætur af formennsku í flokknum í febrúar. Hugmyndin er að nýr formaður, Árni Páll eða Guðbjartur, fái nokkrar vikur í embætti forsætisráherra og stjórni þaðan kosningabaráttu Samfylkingar.
VG gerir ekki annað en að tapa á slíkri ráðstöfun. Steingrímur J. á kröfu um að verða forsætisráðherra ef Jóhanna hættir fyrir kosningar og hlýtur að berjast fyrir þeirri niðurstöðu.
Dúsa upp í kjaft Steingríms J. væri að afturkalla ESB-umsóknina. Það voru hvort eð er subbuviðskipti sem hleyptu umsókninni af stað og við hæfi að hrossakaup yrðu ESB-umsókninni að aldurtila.
Sjávarútvegskaflinn ekki opnaður í bráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin gæti rekið sig sem tvíhöfða þurs fram að kosningu. Jóhanna áfram sem forsætisráðherra og Árni eða Guðbjartur stjórna kosningabaráttunni.
Nýkosinn formaður hefur þar með nokkuð frítt spil á meðan Jóka heldur þjóðinni áfram í helsrúfu sinni í ríkisstjórninni.
Látið ykkur dreyma um að JS sleppi stjórnartaumunum baráttulaust.
Benedikt V. Warén, 17.12.2012 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.