Steingrímur J. forsætisráðherra eða ESB-umsókn afturkölluð

Samfylkingarmenn vilja að Jóhanna Sig. hætti sem forsætisráðherra þegar hún lætur af formennsku í flokknum í febrúar. Hugmyndin er að nýr formaður, Árni Páll eða Guðbjartur, fái nokkrar vikur í embætti forsætisráherra og stjórni þaðan kosningabaráttu Samfylkingar.

VG gerir ekki annað en að tapa á slíkri ráðstöfun. Steingrímur J. á kröfu um að verða forsætisráðherra ef Jóhanna hættir fyrir kosningar og hlýtur að berjast fyrir þeirri niðurstöðu.

Dúsa upp í kjaft Steingríms J. væri að afturkalla ESB-umsóknina. Það voru hvort eð er subbuviðskipti sem hleyptu umsókninni af stað og við hæfi að hrossakaup yrðu ESB-umsókninni að aldurtila.


mbl.is Sjávarútvegskaflinn ekki opnaður í bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Samfylkingin gæti rekið sig sem tvíhöfða þurs fram að kosningu. Jóhanna áfram sem forsætisráðherra og Árni eða Guðbjartur stjórna kosningabaráttunni.

Nýkosinn formaður hefur þar með nokkuð frítt spil á meðan Jóka heldur þjóðinni áfram í helsrúfu sinni í ríkisstjórninni.

Látið ykkur dreyma um að JS sleppi stjórnartaumunum baráttulaust.

Benedikt V. Warén, 17.12.2012 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband