Fimmtudagur, 13. desember 2012
Kommúnistaríkið Ísland
Í bráðum fjögur ár hefur vinstristjórn Samfylkingar og VG stjórnað Íslandi. Núna er ætlunin að fara með nýja stjórnarskrá ríkisstjórnarinnar til Feneyjarnefndarinnar.
Feneyjarnefndin var sett á laggirnar árið 1990 til að aðstoða kommúnistaríki í Austur-Evrópu að tileinka sér lýðræðislega stjórnarhætti.
Er ekki sniðugra fyrir okkur Íslendinga að varpa af okkur vinstristjórninni í stað þess að bögga útlendinga með kommúnistaplaggi Jóhönnustjórnarinnar?
Athugasemdir
Kommúnistaríkið Ísland!
Þegar maður les svona öfgar og vitleysu, hlýtur maður að spyrja hvað er eiginlega í gangi á klakanum? Páll er einn af þekktustu blaðamönnum landsins. Af hverju er umræðan á svona lágu plani?
Er þjóðin ílla upplýst, hefur sú frétt ekki enn borist að kalda stríðunu sé lokið? Eða eru þetta áhrif aumra stjórnmálafræðinga við Háskólann?
Það er vissulega ástæða til að spyrja og hafa áhyggjur. Við erum ekki ein í heiminum, það er fylgst með okkur í útlandinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 20:33
Haukur segir að fylgst sé með okkur í útlöndum. Hvers hlutverk er að fylgjast með Palla Vill?
ESB eða Stasi upprisin?
Ragnhildur Kolka, 13.12.2012 kl. 21:17
Vitaskuld er fylgst með Íslandi, Ómar og öll þín alternikk.
Við erum fræg fyrir að hafa borið sigurðorð af kommúnistastjórninni, og það tvisvar. Við erum dáð og öfunduð af heiminum fyrir staðfestu í Icesave. Á meðan Evrópa innan evru-ESB sekkur í dýpsta kreppumyrkur, þá rís Ísland upp. Og fyrir það erum við dáð líka.
Jamm, Íslendingar, þ.e. almennir borgarar, geta verið útlendingum fyrirmynd. Þess vegna er fylgst með okkur .
Og auðvitað fylgist Brussel elítan með því sem Palli skrifar, og allir hinir. Þeir hljóta að vilja komast til botns í því, af hverju mútuféð til Íslands skilar sér í æ minna fylgi við ESB.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 21:41
Það er ofurauðveld skýring hversvgna mútuféið skilar sér ekki.
Ísland er framar öllu fiskveiðiþjóð
.
Engin, bókstflega enginn sjómaður, frá ystu nesjum til ynstu fjarða myndu nokkurntíma samþykkja að erlendir kommisserer í Brussel ákvæðu hvað íslenskir sjómenn mættu veiða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Jóhnna með taglhnýtinginn Steigrím í eftirdrægi, gerir sem strúturinn, stingur höfðum í sandinn.!
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 22:13
Þegar fólk einhvern tíman áttar sig á fjórflokksklíkunni, þá losnum við
kommúnnistman. Valdakerfið í dag á Íslandi er uppbyggt í anda
kommúnistma og meða það breytist ekki, breytist ekkert.
Sami drulluflokkurinn með mismunandi nöfn.
Því miður.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.