Gnarr, Jóhanna Sig. og andpólitíska sálfræðin

Jóhann Sigurðardóttir var á útleið úr stjórnmálum á síðasta kjörtímabili enda þótti hún gömul tugga og óspennandi af Össuri og Ingibjörgu og öðrum í forystu Samfylkingar. Hrunið haustið 2008 breytti stjórnmálaferli Jóhönnu, hún reynist minnst skemmda eplið í þingflokki Samfylkingar og varð formaður og forsætisráðherra á köldum vetri 2009.

Forsætisráðherraferill Jóhönnu er pólitískur harmleikur. Þar fer saman frekja, dómgreindarleysi, vankunnátta og fyrirlitning á lýðræðislegum stjórnarháttum sem verður í minnum haft. Til að undirstrika alla sína verstu kosti freistar Jóhanna þess að troða upp á þjóðina nýrri stjórnarskrá sem jafnvel samherjar hennar viðurkenna að sé í henglum.

Jóhanna hættir stjórnmálaþátttöku eftir áramót, vonum seinna. Tveir gemlingar sem berjast um foringjatign í Samfylkingunni blása ekki lífi í flokkinn sem mælist núna með þriðjungi minna fylgi en hann fékk við síðustu kosningar.

Maðurinn sem á að tryggja Samfylkingunni framhaldslíf í stjórnarráðinu heitir Jón Gnarr, brandarakarlinn sem gerði bandalag við Samfylkinguna í Reykjavík um borgarstjórnarmeirihluta. Gnarrinn keyrði síðustu kosningabaráttu sína á þeim forsendum að hann ætlaði að svíkja öll kosningaloforð, líka loforðið að bjarndýr yrði fengið í húsdýragarðinn.

Björt framtíð heitir dótturfélag Samfylkingarinnar þar sem þingmennirnir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall eru oddvitar en eru hallærislausn. Borgarstjórinn í Reykjavík er á hinn bóginn númer sem eftir er tekið. Jón Gnarr íhugar að taka fyrsta sætið í öðru Reykjavíkurkjördæminu fyrir kosningarnar í vor og leiða til sigurs nýja útgáfu af andpólitík.

Jón Gnarr er óðum að breyta hlutverki sínu frá síðustu sýningu þar sem hann lék þorpsfíflið við góðar undirtektir. Núna heitir rullan ég-á-svo-bágt; var misnotaður í æsku og leið illa í skóla.

Gnarr veðjar á eftir fjögur ár með Jóhönnu sé þjóðin orðin að úttauguðum aumingja sem finnur til samkenndar með sorgmædda trúðnum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnaður pistill!

Rósa (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 10:56

2 identicon

Það er svolítið áhugavert, hvernig framboðsmálum þessarar litlu Samfylkingar er háttað.

Nokkrir Samfylkingarvinir úr Reykjavík koma saman, og eru sammála um að raða sér í efstu sætin.

Er þetta ekki þetta "nýja Ísland" sem vinstrimenn hafa verið duglegir að boða?

Hvað heitir það annars, þegar nokkrir einstaklingar rotta sig saman um að komast að kjötkötlunum?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 12:14

3 identicon

Trúðurinn ætlar í 5.sæti - og Circus liðið mun fylkja sér kringum hann.

 Á landi feðranna er því miður alltof stór fjöldi Circus-aðdáenda.

 Í  rauninni er grátlega stór hluti unga fólksins, börn dekursins frá blautu barnsbeini, fíflaskapsins og ábyrgðarleysis.

 Sannið til, þetta lið mun ná oddaaðstöðu í stjórn þjóðarinnar, næsta kjörtímabil.

 Framundan trúðurinn í ráðherraembætti með Samfylkingu og brotalöm VG.

 Segi sem Geir forðum.:

 "Guð blessi Ísland" !.

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 14:01

4 Smámynd: Elle_

Almáttugur, Kalli.  Ekki hræða okkur svona, það yrði voðalegt að hafa þau enn eins og vofur yfir okkur, eyðileggjandi og dragandi okkur niður.

Elle_, 13.12.2012 kl. 23:38

5 identicon

Nei hættið nú alveg!  Jón Gnarr á ekki séns í þingsæti og þið haldið að hann muni tryggja Samfylkingunni áframhaldandi sæti í ríkisstjórn!  Það getur vel verið að xS muni sitja áfram í ríkisstjórn, en varla mun Jón Gnarr stýra því, enda einungis í 5. sæti og vill örugglega frekar sitja áfram í ráðhúsinu heldur en alþingishúsinu...

Skúli (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband