Miðvikudagur, 5. desember 2012
Ísland er í lagi - mínus ríkisstjórnin
Innviðir Íslands þoldu hrunið. Fullveldið og krónan sáu til þess að við höfðum verkfæri til að bregðast við afleiðingum hrunsins. Framtíðarhorfur, samkvæmt spá Danske Bank, eru góðar og glæsilegar ef við miðum okkur við hörmungarnar sem tröllríða Evrópusambandinu um fyrirsjáanlega framtíð.
Eina alvarlega vandmál Íslands er ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sem er í stríði við þjóðina í stórum málum. Ríkisstjórnin heldur ESB-umsókninni til streitu þrátt fyrir umboðsleysi og staðfasta andstöðu afgerandi meirihluta þjóðarinnar. Þá ætlar ríkisstjórnin að kollvarpa stjórnskipun landsins með því að eyðileggja stjórnarskrá lýðveldisins.
Við munum losna við ríkisstjórn Samfylkingar og VG næsta vor. Þangað til verður að passa upp á að stjórnin valdi ekki meira tjóni en orðið er.
Hagvöxtur á bilinu 2,2-2,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru ekki allir sammála þessu mati. Stígamót, grasrótarhreyfing gegn kynferðisofbeldi, var að veita Jóhönnu Sigurðardóttur hugrekkisviðurkenningu. Hjúkrunarfræðingar fengu ekkert. Kannski er markmiðið að losna við þá alla úr landinu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.