Miðvikudagur, 5. desember 2012
Meiri umræða fækkar stórslysum í stjórnsýslunni
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er skipuð ,,aðgerðasinnum" sem vilja brjóta og bramla stjórnskipan lýðveldisins, fórna fullveldinu og stefna undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar í tvísýnu. Með öllum tiltækum lýðræðislegum ráðum verður að þrengja svigrúm stjórnarinnar til að láta illt af sér leiða.
Útséð er um að ríkisstjórnarflokkarnir fái endurnýjað umboð. Fram að kosningum er brýnt að stjórnarandstaðan standi vaktina fyrir meirihluta þjóðarinnar sem vill aðgerðaríkisstjórn Jóhönnu Sig. burt úr stjórnarráðinu.
Á meðan umræðan stendur yfir fækkar stórslysum í stjórnsýslunni. Lengi lifi umræðan.
Þingfundi slitið kl. 06:21 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með svona innleggjum ert þú Páll að fæla ærlegt fólk frá því að lesa bloggið þitt. Bráðum les þau enginn nema einhverjir ,,innmúraðir og innvígðir" ofsatrúarmenn.
Þórir Kjartansson, 5.12.2012 kl. 09:13
Ojæja Þórir.
Ég svona nokkuð ærlegur tók ekki eftir ein orði sem var ofaukið. Svei mér þá. Og því miður...
jonasgeir (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 09:34
Ærlegt fólk styður varla þessa ríkisstjórn. Hún höfðar mest til ofsatrúar-sósíalista og rugludalla. Í flestum stórmálum hefur umræðan leitt í ljós, hvað stjórnarsinnar eru ótrúlega illa upplýstir.
Sigurður (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 12:49
Ofsatrúarmennirnir eru mestmegnis í Samfylkingunni og Svartri Framtíð og nokkrir í VG. Kallast það ærlegt fólk, Þórir? Og er það innvígt og innmúrað? Það átti aldrei að hleypa þessum öfgamönnum að neinni stjórn og alls ekki að ríkisstjórn.
Elle_, 5.12.2012 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.