Besta fjárlagafrumvarpið - en þolir ekki umræðu

Þegar þingmenn ríkisstjórnarinnar gera hlé á skrílslátum í sal alþingis og gefa sér tíma frá innbyrðis deilum um kvótafrumvarp, rammaáætlun og annað sem ósætti ríkir um á stjórnarheimilinu þá segja þeir að fyrirliggjandi sé besta fjármálafrumvarp stjórnarinnar.

,,Besta fjárlagafrumvarpið"  á það sameiginlegt með Icesave-frumvarpinu á sínum tíma að hvorugt þolir umræðuna.

,,Besta fjárlagafrumvarpið" og ,,glæsilegu" Icesave-samningar Steingríms J. og Svavars Gestssonar. Jamm, þetta þurfum að að ræða út í hörgul.

 

 


mbl.is Besta fjárlagafrumvarp stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist ósköp vel, eins og flestir aðrir, að umræða um fjárlög fer fram á fundum fjárlaganefndar og í þingflokkunum. Umræður í þingsal eru fyrst og fremst vegna breytingartillagna. Hvar eru þær?

Badu (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 16:12

2 Smámynd: Ólafur Als

Á ekki Steingrímur J. lengstu þingræðuna um fjárlögin hin seinni ár? Manni virðist sem stjórnvöld á hverjum tíma séu að fara á taugum þegar þingmenn vilja nýta rétt sinn til umræðna, hvort sem það má teljast málþóf, málefnaleg umræða eða eitthvað annað. Í ofanálag er komið það hljóð úr horni (sumra) að ... jú, jú, allt í lagi að tala og tala, bara ekki um fjárlög.

Með einstökum klaufaskap skópu tveir þingmenn stjórnarliðsins aðstæður þar sem þingmenn stjórnarandstæðinga geta nú talað um stund. Ef þeir hefðu haft vit á því að fara ekki í sandkassaleik hefðu stjórnarliðar getað unnið PR-sigur. Í staðinn situr þjóðin uppi með deilur um keisarans skegg og virðing Alþingis er kominn niður í skólplagnir kjallarans.

Ólafur Als, 4.12.2012 kl. 19:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir var innt eftir viðbrögðum við þeim ummælum Steingríms J. að málþófið um fjárlögin væru einsdæmi í sögu þingsins, svaraði hún því til að stjórnarskrármálið væri líka einsdæmi.

Hún var ekki spurð í framhaldinu hvernig þetta tvennt tengdist. Eða hvort ekkert málþóf væri um fjárlögin ef stjórnarskrárfrumvarpið væri ekki á ferðinni.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2012 kl. 19:10

4 identicon

Stjórnarskrármálið er einsdæmi.

 Málatilbúningurinn kringum málið er einsdæmi.

 Tilurð stjórnarskrárnefndarinnar er einsdæmi.

 Áhugaleysi almenning í málinu er einsdæmi.

 Bókstaflega A L L T  í málinu er einsdæmi.

 Mesta einsdæmið hlýtur þó að vera barnaleg viðkvæmni Ómars !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 20:59

5 identicon

Páll var að vísu ekki að skrifa um Ragnheiði Elínu, sem Ómar nefnir til sögunnar. Hún var að ræða störf þingsins, einkum fordæmalaus störf þingsins, og svara Steingrími J. Sigfússyni. Reyndar sagði Ragnheiður Elín í þinginu: "Virðulegi forseti. Ég ætlaði að ræða allt annað mál í störfum þingsins en get ekki orða bundist þegar hæstv. ráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs kemur hingað yfrlætisfullur og önugur í hæsta lagi og byrjar að tala niður til okkar þingmanna. Hæstv. ráðherra talar um að þetta sé fordæmalaust, að umræðan um fjárlög hafi núna staðið lengur en nokkru sinni áður í þingsögunni. Þá verð ég að segja að það er mjög margt annað fordæmalaust að gerast í þingstörfum þessa dagana. Má ég nefna meðferðina á stjórnarskrá Íslands? Má ég nefna fiskveiðistjórnarfrumvörpin sem hæstv. ráðherra er að koma með í þriðja eða fjórða sinn núna án samráðs við hagsmunaaðila, án samráðs við sérfræðinga, án samráðs við stjórnarandstöðuna? Það er að vísu ekki fordæmalaust vegna þess að þannig hefur þessi ríkisstjórn unnið. - Ráðherrann vogar sér að koma hingað og segja að þetta fjárlagafrumvarp sé það langbesta og auðveldasta sem við höfum verið að vinna með í fimm ár og að ríkissjóður sé nánast hallalaus. Já, það er vegna þess að öllu er sópað undir teppið í þessu fjárlagafrumvarpi, frú forseti, og gæluverkefnum mokað út af einhverri ímyndaðri fjárfestingaráætlun sem fjármögnun er mjög ótrygg um. - Ég var að koma af fundi ofan úr háskóla þar sem norskur lögreglumaður fór yfir voðaverkin í Noregi 22. júlí 2011. Hann endaði ræðu sína á að spyrja: Við erum búnir að læra margt af þessu. Eruð þið viðbúin? Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, svaraði spurningunni nánast með þeim orðum að við værum það alls ekki. Af hverju skyldi það vera? Meðal annars út af einu atriðinu sem er verið að sópa undir teppið í þessum fjárlögum, fjárveitingum til löggæslumála. Ef við þingmenn eigum ekki að fá að ræða það í löngu máli spyr ég: Hvenær eigum við þá að fá að ræða málin hér?" Ekki er að sjá á vef alþingis, að Ragnheiður Elín hafi "verið innt" eftir neinu, eins og Ómar segir, og frétt ruv.is um málið, sem þræðir þá umræðu, virðist ekki vera sérlega skipuleg eða ítarleg.

Sigurður (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband