Kvenvæðingin gjaldfellir háskólanám karla

Ungir karlar, aldir upp í kvenvæddum grunn- og framhaldsskólum, ýmist nenna ekki, vilja ekki eða geta ekki farið í háskólanám. Afleiðingin er sú að konur eru 62,5 prósent nemenda í háskólum, samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Kvenvæðing menntakerfisins langtímaþróun. Þar fer saman að varavinnuafl heimilanna, konur, urðu ráðandi í grunnskólum á síðasta þriðjungi síðustu aldar samtímis sem kvennaorðræða varð ráðandi í samfélaginu.

Yfirgnæfandi meirihluti kvenna í háskólum getur þýtt tvennt. Í fyrsta lagi að konur verði með mannaforráð í samfélaginu í mun meira mæli en karlar - að því gefnu að samhengi sé milli menntunar og mannaforráða. Í öðru lagi að háskólanám almennt verði gjaldfellt í samfélaginu líkt og kennaramenntunin var gjaldfelld á síðustu öld.


mbl.is Hugi að verðleikum fremur en bakgrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt greining hjá þér á stöðunni Páll minn - aldrei þessu vant. Batnandi blaðamönnum er best að lifa!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 08:42

2 identicon

Mjög athyglisverð greining.

Hallast að því að Páll hafi þarna hitt naglann á höfuðið.

Þetta sýnir ákveðið jafnvægisleysi í samfélaginu.

Hin kvenlega orðræða skiptir líka ábyggilega miklu fyrir þessa þróun.

Þannig er þetta að hluta bein afleiðing pólitíkur og þá sérstaklega rétthugsunar,

Rósa (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 09:16

3 identicon

Allt að fyllast af konum sem vilja vel launuð innistörf þar sem þær geta skipað körlum fyrir verkum......

GB (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 10:56

4 identicon

Það voru mistök að krefjast ekki launa fyrir heimavinnandi foreldra. Hipparnir þurfa að líta í eigin barm. Þeir gáfu skít í þau störf sem konur höfðu unnið í gegnum aldirnar. Klíndu á þær eldhúsmellustimpli og lofsungu markaðinn. Núna grenja þeir yfir klámkynslóðinni. Meira liðið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 12:17

5 identicon

Kannski voru það ekki mistök. Var það ekki meðvituð ákvörðun Kvennalistans að byggja á hugmyndafræði feðraveldins að vanmeta konur og þar af leiðandi störf þeirra?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.12.2012 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband