Mánudagur, 3. desember 2012
ESB-sinnar grafa undan EES-samningnum
Eftir því sem málefnastaðan versnar verða fullyrðingar ESB-sinna á Íslandi fáránlegri. Í stað þess að reka baráttu sína á jákvæðum forsendum og segja frá þeim ávinningum sem Ísland hefði af inngöngu í ESB þá er látið að því liggja að Ísland verði Kúba norðursins ef við göngum ekki í Evrópusambandið.
Í heilsíðuauglýsingu ESB-sinna í Fréttablaðinu í dag segir eftirfarandi: ,,óbreytt staða er óhugsandi og endurskoðun samningsins um Evrópska efnahagssvæðið er óhjákvæmileg."
Í fyrsta lagi er EES-semingurinn ekki í neinu uppnámi. Í öðru lagi væri kindarlegt, svo ekki sé meira sagt, að yfirgefa EES-seminginn til að fara inn i evru-samstarfið sem líkt er við brennandi hús.
Evru-samstarfið er að liðast í sundur fyrir framan augum okkar. Samt eru til samtök á Íslandi sem berjast um hæl og hnakka um að við höldum þangað inn. Já Ísland er pólitískur BDSM-klúbbur.
Ríki fái að yfirgefa evrusvæðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vinstrimenn eru reyndar heldur óheppnir með líkingarnar. Kúba var fyrrum þeirra Paradís, fyrirmynd allra sannra sósíalista.
Núna er ESB þeirra Kúba, paradísin, fyrirheitna landið.
Flestir sáu snemma hvert Kúba stefndi. Og þeir höfðu rétt fyrir sér. Í dag vill enginn Kúbu, ekki einu sinni Kúbanir sjálfir. Ansi margir þeirra vildu heldur ekki Kúbu, meðan hún var Paradís sósíalistanna. Þeir völdu frekar lekar bílslöngur, og lögðu upp í lífshættulegt ferðalag til þess að forða sér úr Paradís, og til Stóra Satans í Bandaríkjunum.
Evrópumenn innan ESB eru í sporum Kúbana, þeir vilja forða sér frá þessu allt-umlykjandi og kæfandi bandalagi. Þeir hafa séð hvað ESB stendur fyrir, og lýst ekki par vel á. Þeir lifa dögun Kúbu Evrópu.
Verkefni hugsandi fólks á Íslandi, er að koma í veg fyrir að Ísland verði hluti af þessari nýju Paradís vinstrimanna, og koma þannig í veg fyrir að börnin og barnabörnin lokist inni, með lekar bílslöngur sem einu undankomuleiðina.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 08:12
Minnt er á vinstri menn sem hafa gengið úr VG-flokknum vegna andstöðu sinnar við ásókn ríkisstjórnarinnar til að láta innlimast í ESB.
Minnt er á vefsíðuna "vinstri vaktin gegn ESB".
Það er ekki vinstri pólitík að draga Ísland inn í bandalag auðhringanna.
ESB er ekki hið fyrirheitna land vinstri manna á Íslandi, kæri Hilmar.
Ragnar Örn (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.