Sunnudagur, 2. desember 2012
Björn Valur situr alþingi Sjálfstæðisflokksins
Björn Valur Gíslason þingmaður varð sér til skammar föstudagskvöldið þegar hann bar mótmælaspjald inn í sal alþingis.
Tveim dögum síðar gerir þingmaður VG tilraun til að útskýra hegðun sína. Og skýring Björns Vals er að hann sitji ekki alþingi Íslendinga heldur alþingi Sjálfstæðisflokksins og því sé allt í lagi að vaða þar inn á skítugum skónum með mótmælaspjöld.
Með því að gefa Sjálfstæðisflokknum skuldlaust alþingi Íslendinga veitir Björn Valur, sem þekktur er sem málpípa Steingríms J., innsýn í heim örvinglaðra vinstrimanna sem sjá fram á stórtap í næstu þingkosningum. Uppákoman á föstudagskvöld mun ekki fjölga kjósendum VG, svo mikið er víst.
Athugasemdir
Björn er á útleið. Sjálfsagt ekki margir sem gráta það.
Miðað við fyrirferðina undanfarin ár og athyglina sem hann hefur orðið sér út um með sífelldum upphlaupum, er það umhugsunarefni fyrir hann, af hverju fáir gráta brotthvarfið.
Björn Valur þjáist af sterkri eineltisáráttu, blandaðri algerri fyrirlitningu á skoðunum annarra, fullkomlega vanhæfur í að setja sig í spor annarra og sennilega með skerta getu til að mynda tilfinningatengsl við annað fólk, hvað þá stærri hópa.
Björn Valur hefur sennilega brennt flestar brýr að baki sér, og á ekki viðreisnar von í pólitík. Ef hann fer aftur á sjóinn sem skipstjóri, er rétt að vinnueftirlitið og verkalýðsfélag fylgist með því, hvernig hann fer með undirmennina um borð.
Hilmar (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.