Sunnudagur, 2. desember 2012
Síðustu dagar vinstristjórnarinnar
Síðustu dagar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru sviðsetning á hverjum harmleiknum á fætur öðrum: Kvótafrumvarpið er dautt, stjórnarskrármálið situr í kviksyndi, ESB-umsóknin er strand og þingmenn ríkisstjórnarinnar stunda skrílræði á alþingi.
Óhugsandi er að Samfylking og VG fái endurnýjað umboð kjósenda til að mynda ríkisstjórn. Líklegasti arftaki Jóhönnu, Árni Páll Árnason, gerir ekki annað en að sleikja upp Sjálfstæðisflokkinn sem vinstraliðið í Samfylkingunni hefur óbeit á. VG stefnir í 8-10 prósent fylgi og verður jaðarsport íslenskra stjórnmála.
Aldrei i lýðveldissögunni voru vinstriflokkarnir í slíku dauðfæri og eftir hrunið að gera varanlega kröfu um að vera raunhæfur valkostur til landsstjórnar. Og aldrei í samanlagðri stjórnmálasögu landsins, Sturlungaöldin talin með, hefur nokkru stjórnmálaafli tekist að klúðra sínum málum jafn eftirminnilega og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur 2009 - 2013.
Þyrfti jafnvel fjóra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ógæfa vinstri velferðarstjórnarinnar, var að láta misvitrar mannvitsbrekkur í ASÍ og fl. koma í veg fyrir að vísitalan væri tekin úr sambandi allavega tímabundið, strax eftir Hrun.
Ef það hefði verið gert væri vinstri velferðastjórnin í þokkalegum málum, en í staðin stefnir í alsherjar hrun bæði hjá VG og Samfyllkingunni, og það sem meira er að nú held ég, að það sé nokkuð ljóst, að verðtryggingin er kolólögleg, og hvernig það verður leist er eitt stórt spurningarmerki.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 14:21
Stjórnin hefur ekki náð að klára eitt einasta af stóru málum kjörtímabilsins. Það eina sem hefur tekist er að ná niður halla ríkissjóðs sem reyndar er blekking þar til menn eru tilbúnir að horfast í augu við vanda íbúðalánasjóðs.
Það vissu allir að þetta yrði erfitt en núna er það orðið ljóst að 4 ár af norrænni velferð hafa engu skilað. Fjárhagsstaðan er í grófum dráttum þessi:
1) 1200 milljarða snjóhengja sem hefur stækkað og stækkað allt kjörtímabilið vegna vaxtastefnu SÍ og þjónkun stjórnvalda við kröfuhafa = óleyst.
2) 160-200 milljarða svarthol íbúðalánasjóðs = óleyst.
3) 400-500 milljarða halli á LSR = óleyst.
4) 1600 milljarða skuldir ríkisins = óleyst.
Auðvitað var það til of mikils mælst að ætlast til að stjórnin næði að leysa öll þessi mál á 4 árum en vandamálið er hins vegar að við erum engu nær. Allar tölur eru jafn slæmar eða verri en spáð var þegar lagt var af stað með efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda.
Við þetta má svo bæta að sjálfhverfa kynslóðin, sem jafnframt er kynslóðin sem er á leið úr landi, mun þurfa að bera stóran hluta af þessum byrðum næstu tvo-þrjá áratugina þrátt fyrir að vera tæknilega gjaldþrota samkvæmt skattframtölum síðasta árs.
Næstu stjórnar mun einfaldlega bíða það erfiða verkefni að horfast í augu við stöðuna eins og hún raunverulega er.
Seiken (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 16:54
"...er að ná niður halla ríkissjóðs...". Ertu ekki að fara með fleipur núna Seiken, veit ekki betur en að hallinn aukist ár frá ári, þrátt fyrir mikinn niðurskurð og aukna skatta. Það sem hefur haldið ríkinu á floti er það að það var næstum skuldlaust þegar kreppan skall á.
Steinarr Kr. , 2.12.2012 kl. 17:25
Það er ekki minn skilningur að halli á fjárlögum aukist ár frá ári Steinarr Kr. Hann hefur verið að minnka en ég bætti því reyndar við að hallalaus fjárlög eru blekking. Mér skilst að framlagið til íbúðalánasjóðs sem þarf til þess að halda honum á floti fram yfir kosningar komi í veg fyrir að hægt sé að leggja fram hallalaus fjárlög þetta árið.
Seiken (IP-tala skráð) 2.12.2012 kl. 17:40
Hallinn eykst bara vegna þess að þeim fækkar stöðugt sem greiða skatt.
Þetta mun enda illa, sama hver tekur við.
Ásgrímur Hartmannsson, 2.12.2012 kl. 22:49
Mer er buið að finnast það svo fyndið þessi ár Rikisstjórnarinnar margfrægu að engin skuli fatta það að stjórnarandstaðan hefur aldrei þó hun ætti þess kost nokkrum sinnum að hrifsa völdin og taka við svo mikið sem kært sig um það !....Og mun ekki langa til þess heldur núna ! svo spurningin er hvert við sitjum ekki nokkurnvegin með sömu stjórn áfam ,en það verður ekki Árni Páll sem stýrir Samfó það verður Guðbjartur það skal eg hengja mig uppa !..og við hann sættir bæði Framsókn sig við Liklega Sjálfstæðið lika ? Ætla ekki að veðja við neinn ..en við skulum sja .....
ragnhildur (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.