Jafnaðarmenn andskotans

Krónan verður áfram veik á meðan við glímum við eftirmál hrunsins. Við kaupum lágt atvinnuleysi með veikri krónu. Kosturinn við krónuna er að við getum látið hana vinna í þágu þjóðarhags, sem er að allir hafi vinnu.

Allir sannir jafnaðarmenn kjósa krónu og lágt atvinnuleysi.

Jafnaðarmenn andskotans, flestir þeirra eru í Samfylkingunni, vilja fórna krónunni. Jafnaðarmenn andskotans eru of huglausir til að segja upphátt hver afleiðingin yrði: fjöldaatvinnuleysi um langa framtíð.


mbl.is Spá 6% veikingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við hefðum haft evru við hrunið hefði verðbólgan eflaust verið eitthvað minni en atvinnuleysið í dag trúlega um 20%. Það sem krónan gefur okkur einnig er tækifæri að vinna okkur mun hraðar út úr vandamálunum en ella. Tækifæri sem núverandi ríkisstjórn hefur kosið að nýta ekki.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 14:21

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Mikið andskoti er þetta gott orð um Samfylkinguna hjá þér Páll..það er ekki fjarri sanni þeir sem aðhyllast Andskotanum sem tilheyra Samfylkingunni ein og þeir fara með Fólkið í Landinu..

Vilhjálmur Stefánsson, 28.11.2012 kl. 14:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

..... og afhverju haga þeir sér svona uppalningarnir,? Þeir sækjast eftir að komast í heimslið andskotans.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2012 kl. 15:23

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og ykkur til ánægju þá kaupum við einnig með krónunni:

  • Verðbólgu
  • Hækkandi vöruverð vegna þess að lækkað gengi hækkar vöruverð
  • Og næstu árin jafnvel um áramót hefjast víxlverkanir vöruverðs og launa
  • Há vexti
  • Hækkun lána
  • Óstöðugleika í öllum áætlunum
  • Og skerta samkeppni þar sem engin voga sér að líta hingað til að bjóða upp á samkeppni t.d. bankar, verslanir, þjónustufyrirtæki og fleiri.
  • Og svo allir vextirnir sem við þurfum að borga vegna gjaldeyrisvarasjóðs sem við þurfum að eiga hér.
  • Og svo má ekki gleyma gjaldeyrishöftunum.
Gott að þetta er ástand sem þið hér í sértrúarhópnum viljið. En ég aftur er orðinn þreyttur á þessu ástandi sem hefur varða allt mitt í líf í hálfa öld fyrir utan smá tíma þegar við tókum neyslu okkar að láni eftir 2000 og héldum að við værum orðin rík.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2012 kl. 16:41

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svo er kannski rétt að benda á að krónan féll ekki viljandi. Þ.e. henni var ekki beitt til að draga úr atvinnuleysi. Hún féll af því að almennt vilja sem fæstir aðrir en við eiga krónur og eru tilbúnir að gera hvað sem er til að losna við hana. Jafnvel að selja hana á hrakvirði. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2012 kl. 16:45

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maggi minn bara það,? Ástand allt þitt líf,? Þú ert vel menntaður í góðri stöðu,seinast þegar ég vissi. Ástandið í þinni hálfu öld,jafnast ekki á við þetta,en ýmsu vildum við þó breyta á þeirri vegferð. Viltu í alvöru að fjármagnið stýri þjóðfélaginu,??

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2012 kl. 18:10

7 identicon

@MHB:

Verðbólga í kjölfar hruns er afleiðing af kolvitlausu gengi krónunnar þökk sé SÍ. Gengið féll s.s. af nokkrum ástæðum enda var það falsað - rétt gengi fékk ekki að myndast á markaði vegna stýrivaxta SÍ.

Hækkandi vöruverð endurspeglar auðvitað ákveðinn efnahagslegan veruleika, kaupmáttur okkar var falsaður með röngu gengi krónunnar. Það sama er að gerast í Evrópu vegna þess að evran hentar ekki öllum þessum ólíku efnahagskerfum. Til að auka kaupmátt þurfum við að framleiða meira og greiða fyrir fjárfestingu hérlendis en núverandi stjórnvöld hafa beitt sér mjög ákveðið gegn fjölgun starfa og víla ekki fyrir sér að svíkja gerða samninga.

Háir vextir eru ekkert endilega slæmir - þeir draga t.d. úr skuldasöfnun sem hefur verið mikil um allan hinn vestræna heim. Vextir í dag eru of lágir og voru það lágir vextir sem m.a. bjuggu til hrunið. Annað og stærra hrun bíður heimsins, ég hugsa að ekki séu nema 2-4 ár í það - hámark!

Skortur á samkeppni hérlendis er fyrst og fremst EES samningum að kenna. Tökum eitt einfald dæmi. Ef þig langar að stofna banka stoppar EES samningurinn það af því þú þarft að eiga litlar 800 milljónir og síðan getur þú farið að moka endalausum pappír í nokkur ár áður en bankinn þinn verður að veruleika. EES samningurinn er því að mörgu leyti slæmur og kemur neytendum afar illa. Hvers vegna eiga þeir bankar sem fyrir eru á fleti að koma vel fram við viðskiptavini sína ef þeir geta ekki farið neitt annað og engin samkeppni ríkir?

Við þurfum ekki að eiga gjaldeyrisvarasjóð, við eigum að skila honum enda höfum við ekki efni á honum. Þeir sem lána okkur verða að bera ábyrgð á sínum útlánum þó Sf og Vg finnist það alveg hræðilegt. Afar athyglisvert það sem Helgi Hjörvar gerði í mars til að þóknast erlendum kröfuhöfum! Hvers vegna kikna vinstri menn í hnjánum þegar þeir hitta erlenda fjármagnseigendur?

Gjaldeyrishöftin eru verk manna og þau má vel afnema. Í dag er gengi krónunnar ennþá falsað - þökk sé stjórnarliðum.

Okkar vandamál má rekja til hræðilegrar efnahagsstjórnunar og koma þau gjaldmiðlinum ekkert við. Alger vanþekking á efnahagsmálum er ríkjandi í nánast öllum stjórnmálaflokkum, þar liggur hundurinn grafinn.

Lestu þér svolítið til um efnahagsmál, það er ekki heil brú í því sem þú segir.

@Páll: Trúir þú í alvöru að ástandið sé svakalega gott hér? Það er ekkert að marka tölur um atvinnuleysi því þúsundir hafa flúið land. Mikill fjöldi lendir svo fljótlega í faðmi sveitarfélaganna og þá stæra stjórnarliðar sig sjálfsagt af því að hafa útrýmt atvinnuleysi. Þann söng munu þeir kyrja hástöfum í vor á meðan aðrir borga fyrir þeir vangetu.

Helgi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 22:12

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvenær er gengi þjóðargjaldmiðils rétt skráð? Er það þegar jafnvægi næst milli tekna og gjalda viðkomandi þjóðar, eða er eitthvað annað sem þar gildir?

Við lifum á Íslandi og því eru það erlendar tekjur þjóðarbúsins versus gjöld, sem ráða hér gengisskráningu og velferð okkar. Því miður hefur ekki tekist að auka hér útflutning undanfarin fjögur ár, þó öll skilyrði væru til þess. Þökk sé hinni rómuðu "jafnaðarstefnu" stjórnvalda. Því gengur hægt að auka virði krónunnar og auka hér hagsæld.

Allt tal og allur samanburður við skráð gengi fyrir hrun er barnalegur. Þeirri skráningu var haldið uppi af froðufé sem hvergi var til nema í höfðinu á stjórnendum bankanna og því miður trúðu flestir Íslendingar þessum "snillingum" og enn er til fólk sem þeim trúir. Það fólk vill taka upp evru. Ástæða þess að þessum mönnum tókst að búa til svona froðufé, gerfipeninga sem í raun voru hvergi til, var sú staðreynd að Ísland er í EES og þurfti af þeim völdum að taka upp reglugerð frá Brussel um það sem kallast "frjálst flæði fjármagns milli ríkja EES og ESB". Íslenskt hagkerfi er örhagkerfi meðal þessara ríkja og því áttu allir að sjá að þetta gæti aldrei leitt til annars en skelfingar. En það er með okkur Íslendinga að við verðum hellst að keyra á sama vegginn tvisvar til að átta okkur á að það er hægt að beygja framhjá honum!

Upptaka evru mun litlu breyta hér varðandi hagsæld þjóðarinnar. Ekkert af því sem Magnús Helgi nefnir í sinni upptalningu mun hverfa eða lagast við upptöku evru, kannski breytast, en ekki lagast. Sum jaðarríki evrulanda sanna svo ekki verður um villst að það er ekki hægt. Þar var uppi falskt hagkerfi með fölskum vöxtum, stjórnað eftir þörfum stæðsta hagkerfis evrulanda. Þetta leiddi til gífurlegrar skuldasöfnunar og tilheyrandi falls þessara ríkja. Enn sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum.

Þessi ríki voru bundin evru og stýrivöxtum EBS. Ekkert tillit var tekið til getu þeirra, ekkert tillit tekið til tekna versus gjalda þessara ríkja. Því fór sem fór.

Vissulega væri betra ef gengi krónunnar væri hærra, að það væri betri lífskjör hjá okkar. Það verður þó einungis lagað með aukinni framleiðslu og auknum útflutning. Evran mun þar engu breyta, né nokkur annar gjaldmiðill.

Þeir sem ekki skilja þá einföldu staðreynd að kjör fólks og þjóða byggist á því að meira sé aflað en eytt, eru einstaklega tregir!!

Gunnar Heiðarsson, 28.11.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband