Miðvikudagur, 28. nóvember 2012
Stefán Ólafsson og öfgaþjóðin
Stefán Ólafsson prófessor segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur formannsefni Sjálfstæðisflokksins öfgakonu og undir hæl útgerðarmanna vegna þess að hún vill slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Ríflega helmingur aðspurðra, 53,7%, telur að afturkalla ætti umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Rúmur þriðjungur, 36,4%, vilja halda umsókninni til streitu. Einn af hverjum tíu var hlutlaus.
Stefán Ólafsson telur sem sagt ríflega helming þjóðarinnar til öfgafólks og þý útgerðarinnar. Athyglisvert.
Athugasemdir
Flestir sem vilja afturkalla umsókn Íslands um aðild að EU eru ignorant, þjóðrembingar eða “þý útgerðarinnar”, eins og Páll orðar það.
Því ekki marktækir, vanhæfir til að taka þátt í umræðunni um framtíð landsins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 10:38
@10:38
Þú hljómar eins og maðurinn sem sagði að spáin væri rétt en veðrið vitlaust. Undarlegt þetta minnihlutaöfgafólk sem vill endilega troða okkur hinum í ESB,getur það ekki bara flutt þangað sjálft?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 10:59
Ok, Bjarni Gunnlaugur. Þú ert líklega ekki í yfirstétt landsins, elítunni, heldur ósköp venjulegur naive innbyggjari, sem lætur bjóða þér ömurlegt ástand; ónýtan gjaldmiðil og því háa vexti, verðbólgu, verðtryggingu etc. Þá innflutingstolla á mat, sem koma í veg fyrir sómasamlegt matvöruverð og lítið úrval.
Furðulegt að nokkur maður skuli láta bjóða sér það ástand sem ríkt hefur og ríkir enn á klakanum. Elítan hefur engar áhyggjur, með falið fé í bönkum erlendis og credit kort í þá sjóði.
Hverskonar sjálfseyðingarhvöt er þetta eiginlega hjá ykkur innbyggjurum?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 12:01
Haukur, þú talar eins og maður sem ekki hefur verið lengi á Íslandi og ætlar ekki að búa hér. Í meginatriðum er Ísland í lagi og þótt sé hér elíta (fleiri en ein) þá getum við almenningur náð í skottið á slíkum fyrirbærum. Ef við myndum ofurselja okkur evrópskri elítu væri úti um okkur. Kveðja til Þýskalands
Páll Vilhjálmsson, 28.11.2012 kl. 13:48
Af hverju er alltaf verið að hampa öllu sem Stefán Ólafsson segir? Er hann eitthvað merkilegri maður en margur annar?
Skúli (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 15:04
Sæll.
Gaman að sjá hvað hr. Haukur Kristinsson er málefnalegur. Haukur virðist ekki gera sér grein fyrir því að ástandið sem hér ríkir er afleiðing af áratuga jafnaðarstefnu.
Ætlar hr. Haukur að lofa ESB og evruna þegar löndin þar fara að verða gjaldþrota? Verða þá evran og ESB ennþá frábær?
Vinstri menn byrja alltaf að kalla fólk nöfnum þegar þeir vita ekki hvað á að gera. Það er SÓ að gera hér og á eftir að gera oft.
Helgi (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 22:19
Haukur, ef það er rétt hjá Páli að þú búir í Þýskalandi, þá er það hið besta mál. Þú býrð á í landi sem er í ESB og vonandi hefur þú það gott þar.
Hinsvegar bý ég á Íslandi og hef alltaf búið hér. Þér er frjálst að kalla mig öfgamann, það er sjálfsagður réttur fólks að nýta málfrelsið og ranghugmyndir eru fyllilega lögmætar. Einnig er andmælarétturinn í fullu gildi, þannig að ég hef rétt til að andmæla lygum upp á mig.
Ekki ætlast ég til að þú breytir þinni skoðun á okkur sem viljum ekki ganga í ESB og þú mátt gjarna vera glaður með ESB.
Þeir sem fylgjast með og hafa lifað framyfir barnsaldur gera sér grein fyrir að heimurinn er ekki fullkominn. Margt má bæta á Íslandi og við eigum að vera í stöðugri þróun.
Það er talsverður fjöldi á Íslandi sem vill alls ekki fara í ESB og við lítum á það sem gróft ofbeldi að þvinga okkur þangað inn, okkur líður nokkuð vel á Íslandi í því skipulagi sem ríkir og eins og Páll benti á, þá höfum við meiri möguleika á að hafa áhrif utan ESB heldur en innan þess.
Best væri náttúrulega ef hægt væri að ná samkomulagi við ESB sinna. Þeir mega telja okkur öfgamenn og snarklikkaða kjána, þý LíÚ osfrv., við kippum okkur ekki upp við það.
Samkomulagið gæti gengið út á það að ESB sinnar flyttu til ESB landa, það hafa allir fullt frelsi til að flytja úr landi. Svo getum við hin búið á Íslandi og ESB sinnar hist á samkomum þar sem þið hneykslist á okkur og hlægið að því hvað við erum skrítin og vitlaus í ykkar augum.
Við myndum hinsvegar ekkert hugsa um ykkur utan þess að bera til ykkar hlýjan hug eins og við gerum til allra, hvar sem þeir búa.
Við gætum þá í friði byggt landið upp og breytt því sem við teljum nauðsynlegt að gera. Það kostar vinnu að byggja upp gott samfélag og þá er ágætt að vera lausir við þá sem hafa ekki kjark og þor til að vina hörðum höndum til að skila góðu búi til komandi kynslóða.
Jón Ríkharðsson, 29.11.2012 kl. 11:19
Jón Ríkharðsson. “Lange Rede, kurzer Sinn” (Schiller; Wallenstein). Hver er að þvinga ykkur inn í ESB? Enginn, hinsvegar vilja viti bornir menn fá að sjá hvað samningur við ESB beri í sér.
Sterk öfl í þjóðfélaginu vilja hinsvegar þvinga ykkur áfram undir hæl Íhaldsins og þeirra hagsmunaafla sem eiga Flokkinn; LÍÚ, heildsalar, sjallaklíkur lögfræðinga etc. Áróður þeirra er mikill, enda nóg fjármagn og nóg af nytsömum sakleysingjum eins og Styrmir Gunnarsson, heimalningur með þröngan sjóndeildarhring.
Skrif hans um áhrifaleysi Svía innan ESB er ömurlegt vottorð um fáfræði og dómgreindarskort. Að fólk skuli enn hlusta á sjallabjálfana, sem keyrðu allt í kaf er með ólíkindum.
Hvað mig varðar, er ég með heimili á Íslandi sem og í Sviss.
Takk fyrir kveðjuna Páll, bið sömuleiðis að heilsa frá "Dreiländereck", Frakkland, Þýskaland og Sviss.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.11.2012 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.