Föstudagur, 23. nóvember 2012
VG skuldar Samfylkingu ekki lengur stuðning við ESB-umsókn
Samfylkingin og VG gerðu með sér stjórnarsáttmála vorið 2009 þar sem sagði að þingmenn VG styddu framgang tillögu utanríkisráðherra á alþingi um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Þingmenn VG uppfylltu stjórnarsáttmálann 16. júlí 2009 þegar þeir þvert á stefnu flokksins studdu þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Stjórnarsáttmálar eru eðli málsins samkvæmt aðeins gerðir til eins kjörtímabils. Núna þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur viðurkennt að ESB-umsóknin nær ekki fram að ganga á kjörtímabilinu er þingflokkur VG laus allra mála.
Samfylkingin getur ekki gert kröfu um að VG styðji ESB-umsóknina næsta kjörtímabil. Um það var aldrei samið.
Þingmenn VG eiga vitanlega að stíga fram að segja upphátt að þeir styðji afturköllun ESB-umsóknarinnar enda margyfirlýst stefna flokksins að Íslandi er betur borgið utan ESB en innan.
Ef þingflokkur VG styður ekki afturköllun ESB-umsóknarinnar verður að líta svo á að þingflokkurinn styðji aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Athugasemdir
Þetta eru einföld "kaup-kaups" viðskipta. Samfylking fær að halda áfram með þessa vonlausu ESB aðildarviðræður. Fær til þess stuðning VG. Á móti heldur VG landinu í heljargreipum með hinni svo kölluðu rammaáætlun, sem er annað orð yfir að ekkert verði virkjað á landinu á meðan VG sitja við stjórnvölin með samþykki Samfylkingar. Rammaáætlun er borin fram af VG og bökkuð upp af Samfó, ESB aðild borin fram af Samfó og bökkuð upp af VG.
Varla þarf að taka það fram að bæði málin eru andvana fædd og verða slegin út af borðinu daginn sem annar þessara flokka hrekkur úr ríkisstjórn.
joi (IP-tala skráð) 23.11.2012 kl. 22:24
Heldurðu Páll minn að hugtakið sómatilfinning og heiður sé þekkt hugtök innan VG þó að þú hafir kosið þá?
VG liðar hafa sýnt sig að vera prinsípslausar pólitískar portkonur í ES b málinu sem gera hvað sem er fyrir dólginn sinn Steingrim J. Sigfússon. Bara ef hann fær að safna eftirlaunum í sjóðinn sinn þá er allt í lagi þó flokkurinn éti það sem úti frýs.
Halldór Jónsson, 24.11.2012 kl. 00:23
Nei Jói.þess þarf ekki,en bara svo indælt að sjá sem flesta sannfærða um það. Báðir hafa hrokkið úr gír og ganga fyrir tregðu svo langt sem fyrirbærið ber þau.
Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2012 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.