Össur sár og skýtur á Helga Hjörvar

Össur rétt marði fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingar í Reykjavík, kannski vegna þess að nokkur af 350 ólögmætu atkvæðum landsmálafélagsins Rósarinnar náðu að kjósa áður en þeim var hent út af kjörskrá.

Össur segist engu hafa eytt í kosningabaráttuna, aðeins þegið stuðningi vina sinna, manna eins og Sigurðar G. Guðjónssonar, sem áður vann frítt fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson.

,,Ég hafði engan kosningastjóra og enga kosningaskrifstofu," segir Össur og sendir þar pillu á Helga Hjörvar sem hafði Pétur Gunnarsson sem launaðan kosningastjóra. 


mbl.is „Gerði ráð fyrir að merja það“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vann hann ekki líka frítt fyrir Ólaf Ragnar? Styrmir getur glaðst yfir útkomunni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband