Samfylkingin hafnar náttúruvernd, ESB og Jóhönnu

Merði Árnasyni er sparkað út úr Samfylkingunni í Reykjavík. Hann lagði ofuráherslu á náttúruvernd, Jóhönnu Sig. og ESB-umsóknina í málflutningi sínum í prófkjörsbaráttunni.

Össur vinnur varnarsigur en Sigríður Ingibjörg er sigurvegari prófkjörsins.

Valgerður Bjarnadóttir, sem vinnur þétt með Jóhönnu Sig. að framgangi ónýtra stjórnarskrárdraga, fær ekki framgang en bíður heldur ekki afhroð.

 

 


mbl.is Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert sem kemur á óvart hjá Páli Vilhjálmssyni !

Skrifar alltaf illa um fólk !

Skrifin þín um ESB eru að verða pínleg.  Þú ert eiginlega komin ,,ofan á ræsið"  í skrifum þínum !

JR (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 22:09

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Við skulum anda rólega og oftúlka ekki þessar niðurstöður. 39% þátttaka er engan veginn traustur grundvöllur til að byggja ályktanir á.  Margt getur breyzt fram að kosningum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.11.2012 kl. 22:19

3 identicon

Hrikaleg úrslit.

Nákvæmlega engin endurnýjun!

HALLÓ - Samfylking!

Hvað eruð þið að hugsa?

Vissulega er kjánanum hafnað en hvernig eigum við að skilja árangur Skúla Helgasonar?

Hvað er í gangi hjá FLOKKNUM?

Nákvæmlega ekki neitt.

Getur verið að FLOKKSVALIÐ hafi mistekist?

Prófkjör þessa ömurlega flokks sannar erindisleysi hans í pólitíkinni.

Rotnunarþefinn leggur af þessum listum flokksins í Reykjavík.

Samfylkingin getur ekki endurnýjað sig - klíkurnar eru límið í þessum samtökum tækifærismennskunnar.

Rósa (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 23:29

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er4 blessun fyrir alla að Mörður Árnason fer ekki meir á þing eftir næstu Alþingiskosningar..

Vilhjálmur Stefánsson, 17.11.2012 kl. 23:50

5 Smámynd: Sólbjörg

Eftirtektarverð ný sameiginleg taktík andstæðinga Páls bloggskrifara. Nú ráðast þeir með skinhelgi og tilgerðarlegum vandlætingartón á Pál og hneykslast á að hann skrifi illa um fólk. Sem betur fer held ég að allir sjái í gegnum þessa barnalegu umvöndu sem er ekkert nema tilraun til aða þagga niður í pólitískum stjórnarandstöðum skrifum um stjórnvöld, umfjöllun sem er þeim ekki ekki þóknaleg.

Sólbjörg, 18.11.2012 kl. 09:20

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég verð að viðurkenna að hafa lesið þennan pistil Páls þrisvar til þess að leita að  illu umtali um fólk.  Fann ekkert - aðeins frásögn af meðferð flokksbundinna SF-inga á framboðskandídötum sínum. 

En hugsanlega sárnar sumum SF-ingum niðurstöðurnar?

Kolbrún Hilmars, 18.11.2012 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband