Laugardagur, 17. nóvember 2012
Álftanes, Ísland og gjaldþrotið
Á Álftanesi byggðu stjórnmálamenn skýjaborgir og sundhallir. Þeir yfirbuðu hvern annan til að lokka kjósendur til fylgilags. Núna er Álftanes ekki lengur sveitarfélag heldur hluti Garðabæjar.
Ísland fer sömu leið og Álftanes nema stjórnmálamenn tali skýrt og heiðarlega um aðsteðjandi vanda vegna uppgjörs á gjaldþrota búum bankanna.
Ef það er svo að þau ,,gjaldeyrishöft" sem við búum við núna verði til frambúðar þá á að segja það upphátt. (Gjaldeyrishöft eru höfð innan gæsalappa því að hvað almenning áhrærir eru engin höft).
Grunur leikur á að flokkurinn sem býr að mestu efnahagsheimskunni reyni hvað hann getur að sópa undir teppið umræðunni um uppgjörið. Icesave-sporin hræða.
Að steðjar vá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eigum að ganga strax í EU, getum hvort sem er ekki stjórnað okkur sjálfir hér eftir, frekar en áður.
Trausti (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 18:03
Held að það sé nokkuð víst, að það dylst ekki nokkrum manni lengur,að það verður að taka upp ríkisdal, nýkrónu, og setja gömlu krónuna í höft til 10-20 ára, öðru vísi kemst þjóðin ekki frá snjóhengjunni, en það sem þjóðin þarf að passa er að Icesave fólkið komi ekki nálægt því dæmi, því það er vandmeðfarið, og kanski ekki skrýtið að núverandi stjórn fáist ekki til að ræða þetta stóra vandamál sem steðjar að þjóðinni.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 18:38
Ríkisdalur eða nýkróna breytir nákvæmlega engu, við höfum reynslu frá 1981. Hvað áttu við með Icesave fólkið, eru það fv Landsbanka menn með allt sitt fjármálavit, sem settu allt hér til andskotand?
Ég kem ekki auga á neinn núna af þessu liði sem er að reyna að troða sér til valda hér.
Trausti (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 18:52
Icesave fólkið, eru þeir aðilar sem vildu, að við samþykktum Icesave, ef það hefði gengið eftir væri Ísland gjaldþrota í dag.
Kynntu þér úrlausn gjaldeyrismála hjá Hægri Grænum, og Lilju Mós.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 19:18
Ég get ekki sagt að ég sé rólegur yfir því að þetta sé í höndum seðlabankastjóra og að hann haldi því fram að hann hafi fulla stjórn á stöðunni. Saga bankans undanfarin áratug er hörmung og gefur ekkert tilefni til þess að álykta að bankinn viti hvað hann er að gera í þessu máli.
Það þarf enginn að segja mér að velferðarstjórnin hafi ekki verið búin að gera sér í hugarlund hvernig ætti að fara að þessu og trúlega hefur alltaf verið til amk hálft samkomulag við kröfuhafa/slitastjórnir um þetta mál. Nóg hefur samráðið verið og augljóslega hefur stjórnin engan áhuga á því að þingið komist í málið. Þá verður ekki séð að nokkurn tíma á kjörtímabilinu hafi stjórnin vikið frá óskum AGS og ESB um að almenning og fyrirtæki landsmanna skildi strippa af öllum eignum.
En niðurstaðan eftir 4 ár af norrænni velferð og hávaxtastefnu í boði SÍ, kröfuhöfum til dýrðar, er sú að landið er gjaldþrota í erlendri mynt.
Seiken (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 19:19
Ísland varð ekki gjaldþrota, heldur einkabankar.
Það virðist hinsvegar vera nokkur sátt um það meðal stjórnmálaflokkana, að færa þetta gjaldþrot yfir á íslenska þjóð, sem gæti leitt til þess, að gjaldþrot einkabanka verði gjaldþrot íslenska ríkisins.
Gjaldþrot Íslands yrði þó alfarið sett á register Samfylkingar, VG og Guðmundar Steingríms, Siv Friðleifsdóttur og Hreyfingarinnar. Þeirra ásetningur hefur verið einbeittur í málinu, stuðningur flokksbrotanna og Sivjar við ríkisstjórnina gerir þau meðábyrg. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eiga andstöðu við Icesave að þakka, að ábyrgðin verður ekki þeirra.
Það verður þó að segja, að barátta stjórnarandstöðunnar gegn ríkisstjórninni og vogunarsjóðunum er ekki blóðug, eða harðvítug.
Það er svolítið merkilegt, miðað við kjaftaganginn á Steingrími og Jóhönnu í gegnum tíðina, að þau tvö skuli vera helstu samherjar braskara og auðróna heimsins. Það er ekki ýkja mikill sósíalismi í því.
Verður svo fyndið, þegar fyrrum Marxstinn Már Guðmundsson, verður verkfæri í höndum þeirra fyrrgreindu.
Í stuttu máli, í hópi ráðamanna er ekki einn hugsjónamaður, allt saman hagsmunadruslur.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 19:36
Já Hilmar, það er auðvitað spurning hvort að "gjaldþrot" sé rétta orðið en staðan er engu að síður sú að jafnvel Seðlabankastjóri viðurkennir að ríkisbankinn á ekki gjaldeyri til þess að greiða af því glórulausa skuldabréfi í erlendri mynt sem nýji Landsbankinn gaf út af ástæðulausu og lagði inn í þrotabú gamla landsbankans til þess að koma Hollendingum og Bretum framhjá gjaleyrishöftunum með sínar Icesave kröfur. Er nema von að fólk spyrji hvernig SJS og JS ætlaðu sér að borga af Svavars-samningum?
Jafnvel þó að þetta skuldabréf væri ekki að valda okkur vandræðum og við hunsuðum kröfuhafa með því að greiða þeim bara út í íslenskum krónum, þá er ég varla sá eini sem hefði áhyggjur af því að í landinu væri fastir fyrir innan gjaldeyrishöft, kröfuhafar að verri gerðinni, með fjárfestingargetu upp á 1200 milljarða íslenskra króna. Þeir gætu með þeim peningum gert líf landsmanna óbærilegt.
Þannig að mínu viti er landið gjaldþrota í erlendri mynt í þeim skilningi að við getum ekki uppfyllt óskir aðila innan hagkerfisins um frjáls kaup á gjaldeyri sem getur valdið okkur gríðarlegum vandræðum. Eina lausnin á þessu sem ég sé er að svíða eigendur þessara krafna niður að rót og hunsa allar þeirra óskir.
Seiken (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 20:12
Hetjur bretta upp ermar og neita kröfuhöfum um börnin okkar til nauðungar vinnu.
Helga Kristjánsdóttir, 17.11.2012 kl. 21:33
Getur ekki Trausti flutt sjálfur í Evrópusambandið? Þjóðin ætlar ekki, Trausti.
Ólafur J. (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 22:50
Sæll.
@Hilmar: Já, einkabankar urðu gjaldþrota og fljótlega verða mörg ríki gjaldþrota.
@Seiken: Þegar Lehman brothers bankinn varð gjaldþrota 2008 lokaðist millibankamarkaður einn tveir og bingó, s.s. hratt. Það sama gerist fyrir ríkissjóði víða um heim - lánamarkaðir munu lokast (jafnvel þó snillingar eins og Oddný vilji borga 6% vexti á meðan aðrir borga 1%). Gjaldþrot fjölmargra ríkja verður staðreynd næstu 4 árin eða svo, þetta fer af stað eftir ekki svo langan tíma - jafnvel næsta sumar. Kreppan frá 2008 var bara upphitun! Menn reikna ekki inn í skuldir ríkissjóðs þessa lífeyrisvitleysu alla og stjórnmálamenn hér eru svo lélegir að sá vandi er ekki tæklaður núna á meðan sjens er að leysa hann. Ríkissjóður Íslands er gjaldþrota, ekki bara í erlendri mynt!
Einhver ríki innan ESB munu verða gjaldþrota fljótlega og eftir það vex þrýstingur á Kanann. Fjárfestar virðast almennt séð ekki gera sér grein fyrir vandanum en þegar hann verður þeim ljós munu þeir kippa að sér höndum. Seðlabankar heimsins hafa lengt í hengingarólinni en getu þeirra eru líka takmörk sett.
Skila á þessum gjaldeyrisvaraforða strax, það lán átti aldrei taka!! Einnig þarf að leggja niður FME og Seðlabankann.
@Trausti: Atvinnuleysi innan ESB er um 11%. Segir það þér ekki neitt um stöðu mála þar? Nokkur ríki innan ESB eru í reynd gjaldþrota. Segir það þér ekki neitt heldur? Við myndum þurfa að borga með okkur innan ESB. Eigum við pening í það? Opnaðu augun!! Ég las frétt síðustu helgi en þar kom fram að heilbrigðisstarfsmenn á spítala einum í Grikklandi höfðu ekki fengið greidd laun frá því í maí! Það kemur þér kannski ekki við?
Helgi (IP-tala skráð) 18.11.2012 kl. 10:30
„Það má ekki endurtaka Icesave-ævintýrið og undirgangast hvað sem er."
Segir sá sem vildi "kyngja ælunni" og skrifa undir.
Er hægt að taka mark á svona mönnum?Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2012 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.