Bloggið og umræðan

Bloggið er ódýr og lýðræðisleg aðferð að taka þátt í opinberri umræðu. Þeir sem taka þátt í umræðublogginu eru um það bil þeir sömu, að breyttu breytanda, sem skrifuðu og lásu innsendar dagblaðsgreinar þegar blöðin voru og hétu.

Umræðan er eðli málsins samkvæmt ekki kapphlaup í vinsældum né barátta um atkvæði í hús stjórnmálaafla, þótt bæði vinsældir og völd koma við sögu og bloggið geti þar ráðið nokkru.

Umræðan er skoðanaskipti um landsins gagn og nauðsynjar. Og vitanlega misgáfuleg, eins og gengur. Ómögulegt er að mæla áhrif bloggsins á þann veruleika sem bloggað er um.

En líkur eru á því að þeir sem taka ákvarðanir um opinber málefni og eru háðir lýðræðislegu aðhaldi geri sér far um að fylgjast með umræðunni á blogginu.

Umræðubloggið er eflaust ekki fullkomnasti vettvangurinn til skoðanaskipta. En fer býsna nærri því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gefur líka tækifæri á að mótmæla fréttaflutningi "alvöru" fréttamanna.

t.d. var í hádegisfréttunum í dag að námsmenn muni ekki geta fengið lán til að brúa bilið vegna laga um greiðslumat! (Svavar held ég að hafi verið með þessa frétt?)

Hvað er greiðslumat - jú mat á því hvort lántakandin geti greitt lánið til baka

Fólk getur orðið veikt, mist vinnuna eða fallið á prófi en ef eitthvað væri að marka þessa "frétt" þá gæti engin fengið lán nema sá sem í raun þarf ekki lán 

Grímur (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 15:32

2 identicon

Svokallaðir "fréttamenn" taka athugasemdalaust upp skrif manna af bloggsíðum og athugasemdakerfum og birta sem "frétt." 

Áhrif bloggs og bulls er í gegnum fjölmiðlamenn sem ekki eru starfi sínu vaxnir.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 17:17

3 identicon

Eflaust lesa flestir stjórnmálamenn bloggið. Og því veikari sem persónan er, því meira lætur hún stjórnast af því sem hann les.

Og í ljósi þess, að umtalsverður lýðræðishalli er á blogginu, þar sem réttrúnaðarkirkja vinstrimanna er nokkuð ráðandi, þá er hætt við því að ístöðulaus stjórnmálamaður láti stjórnast af tilfinningaflóði rétttrúaðra, og þori ekki að taka rétta ákvörðun.

Auðvitað þarf sterk bein til þess að þola endalausar svívirðingar vanstilltra ofsatrúarmanna, en mig grunar að lífið hjá þeim yrði töluvert auðveldara ef fleiri hefðu hugrekki til að hunsa þessa sífelldu tilfinningaklámumræðu.

Það þurfti málleysingjann Lúkas til þess að fletta ofan af forheimskandi umræðu, og víðáttuvitlausum bloggurum.

En þó svo að vandinn sé greinanlegur, þökk sé Lúkasi, þá er ekki þar með sagt, að hann hafi horfið. Réttrúnaðarliði stekkur á hvern þann vagn sem hentar eðlinu.

En Lúkas fletti ofan af meiru en forheimskun, heldur sýndi hann eðli Íslendinga, sem er að leggja einstaklinga, og eftir ástæðum hópa, í einelti.

Í dag er það Ísrael og Gasa sem fær misvitra til að flíka heimskunni. Fordómar og hatur á Ísreal fær ýmsa til að froðufella og veina um "þjóðarmorð", "nasista" o.sv.frv. (Sama fólkið tók reyndar þátt í umræðu um einelti, og hversu vont eineltisfólk er)

Og hvaða stjórnmálamaður les bloggið, og ræður best í vindáttina?

Jú, Össur Skarphéðinsson. Hann hefur skoðað blogg undanfarna tvo daga, og skorið úr, hvaða skoðun er best. Eins og venjulega, að fylgja réttrúnaðarliðinu.

Stjórnmálamenn sem lesa bloggið, ættu ekki að gera það, og þeir stjórnmálamenn sem lesa ekki bloggið, ættu að gera það.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.11.2012 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband