Össur andlit Samfylkingar

Vinstri armur Samfylkingarinnar veðjar Össur Skarphéðinsson gegn Árna Páli í kapphlaupinu um formennsku í flokknum. Stefán Ólafsson nánast knéfellur fyrir  Össuri og biður hann að taka slaginn við hrunverjahægrimanninn Árna Pál.

Stefán lýsir Össuri sem hlýjum manni og virðist ekki tala í kaldhæðni.

Brandari á alþingi meðal vinnufélaga hlýja mannsins hljómar svona: ,,Össur hefur aldrei talað illa um nokkurn mann."

Svo kemur þögn á meðan fólk sem þekkir til setur upp skrýtinn svip.

,,Sem er á eftir honum í stafrófinu."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það væri færsælast fyrir alla landsmenn, að Hrun ráðherrar verði kvorki kostnir í prófkjöri, eða til áframhaldandi setu á alþingi.

Og þeir ráðherrar sem hafa brotið gegn stjórnarskránni ættu að sjá sóma sinn í að bjóða sig ekki fram til setu á alþingi Íslendinga.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 21:10

2 identicon

Er Stefán nokkuð að vonast til, að Össur endurgjaldi honum stuðninginn á sama hátt?

Sigurður (IP-tala skráð) 16.11.2012 kl. 22:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlýr maður,? Mestu mafíósar heims,klappa köttum hlýna við það á höndum,með kalt hjarta.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2012 kl. 23:30

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stefán talar um mikið mannaval innan Samfylkingar, en samt er honum efst í hug hrunráðherrar hennar. Hælir Jóhönnu og harmar að hún vilji ekki vera áfram formaður og tilnefnir þá Össur í staðinn. Sé svo mikið mannaval inna flokksins sem Stefán telur, hví nefnir hann ekki einhvern sem ekki sat í hrunstjórninni?

Össur er ekki tvívetra í pólitík og ekki víst að hann láti undan þrýsting, jafnvel þó hann komi frá "menntamönnum". Hann veit sem er að Samfylkingin mun tapa stórt í næstu kosningum og ekki ótrúlegt að hann vilji láta Árna taka þann skell á sig. Að loknum kosningum gæti hann hins vegar verið tilbúinn að taka keflið, eftir að Árna hefur verið bolað burtu vegna lélegrar útkomu flokksins í kosningunum.

Gunnar Heiðarsson, 17.11.2012 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband