Sjálfhverfur fundur í Gnarrborg

Sjálfhverfa kynslóðin sem Sighvatur Björgvinsson gerir að umtalsefni í nýlegri grein vill fá ókeypis peninga. En slíkir peningar eru óvart ekki til.

Sjálfhverfa kynslóðin dulbýr kröfuna um ókeypis peninga með því að segjast vilja afnema verðtryggingu. Ef verðtrygging er afnumin og annað er óbreytt þá verða vextir neikvæðir. Það þýðir að lánveitandi tapar á því að lána. Stærstu lánveitendurnir eru lífeyrissjóðir og neikvæðir vextir myndu fljótt leiða til skerðingar á greiðslum til lífeyrisþega. Þeir sjálfhverfu nefna ekki afleiðingarnar af neikvæðum vöxtum enda eru þeir sjálfhverfu alltaf í skuld og myndu græða á neikvæðum vöxtum.

Peningar kosta alltaf. Sjálfhverfa kynslóðin verður að láta af heimtufrekjunni og fatta hvað snýr upp og hvað niður.


mbl.is Fullt hús á borgarafundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum getur síðuhafi verið afar hnitmiðaður og rökviss í skrifum sínum en þess á milli er eins og að innleggin séu skrifuð af 5 ára barni.  Þessi færsla frá síðuhafa er dæmi um það síðarnefnda.

Ég minni á innlegg nóbelverðlaunahafans í hagfræði (Paul Krugman) um verðtryggingu á ráðstefnunni í Hörpunni. Í grófum dráttum þá sagði hann að við yrðum að hætta að verðtryggja. Þegar hann var spurður um það viðhorf lífeyrissjóða að það væri ekki hægt vegna lífeyrisþega þá kallaði hann það viðhorf "andfélagslegt;  slíkt viðhorf kæmi í veg fyrir að hagkerfið næði sér".

Á sama hátt og farið er fram á að lántakendur geti ekki krafist aðgengis að ókeypis lánsfé þá er fullkomlega eðlilegt að gera þá kröfu að lánveitendur geti ekki farið fram á ókeypis tryggingu á sparifé.  Slíkar tryggingar tíðkast almennt séð ekki í heiminum.

Það er búið að færa rök fyrir því mörgum sinnum að vaxtakrafa upp á 3.5% umfram verðbólgu á sparnað sem er stærri en árleg þjóðarframleiðsla, í quasi-lokuðu hagkerfi með meðal hagvöxt upp á 1-2% gengur stærðfræðilega ekki upp. Þeir sem eru að berjast fyrir því að viðhalda slíku kerfi láta hagsmuni ganga framar vitsmunum.

Seiken (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 10:12

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Verðtrygging væri hugsanlega í lagi, ef hún væri sanngjörn og ekki eins og afleiða í framkvæmd.

Af hverju eigum við að þola það að lánin hækki við það eitt að pólitíkusar ákveða að hækka skatta, eða t.d. gjöld á áfengi.  Sem n.b. skiluðu ekki meiri peningum í ríkissjóð, þar sem minna var keypt og ullu því ekki verðlagshækkun.

Steinarr Kr. , 14.11.2012 kl. 10:43

3 identicon

Þegar áföll verða í hagkerfinu þá er hvorugt gott að áfallið lendi annað hvort á lánveitendum eins og var hér áður fyrr eða á lántökum eins og hin íslenska útgáfa á verðtryggingu hefur leitt til.  Vitanlega er réttast að báðir beri kostnaðinn.  Um það er hin "sjálfhverfa" kynslóð aðeins að biðja.  Annars engu við að bæta gott og þarft innlegg Seiken.

Jú annars líðilegast er þegar sama kynslóðin og græddi á foreldrum sínum þegar lánveitendurnir töpuðu á verðbólgunni heimtar að græða á börnun sínum þegar lántakendur eru látnir tapa með ruglaðri vísitölu.  Það er hin raunverulega sjálfhverfa kynslóð.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 12:18

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sjálfhverfa fólkið, (háttsetta opinbera embættisfólkið), hefur alla tíð lifað á skattpeningum stritandi fólks og heiðarlega rekinna fyrirtækja.

Þeir sem eru gulltryggðir hjá tryggingarstofnun ríkisins, eins og t.d. fyrrverandi ráðherrar, alþingismenn og aðrir bómullar-verndaðir einstaklingar, ættu að hafa vit á að skammast sín fyrir að kalla unga og kerfis-svikna fólkið sjálfhverft!

Hverjir lögðu þessu unga fólki skóla-lífsreglur kerfisins stórgallaða? Voru það ekki kerfis-bómullar-gaurar eins og Sighvatur Björgvinsson? Gleymdi hann að vanda sig við uppeldið?

Ef unga fólkið er ekki að standa sig, þá er það vegna þess að svona miðaldra gamlingjar, eins og Sighvatur Björgvinsson, ásamt mér sjálfri, og ótal fleiri höfum hreinlega ekki staðið okkur í uppeldishlutverkinu! Svo einfalt er það.

Það er aumingjaskapur af Sighvati að kenna unga fólkinu um það, sem við miðaldra gamlingjarnir gerðum rangt!

Sighvatur er dæmigerður pólitískur kerfis-fíkill tryggingarstofnunar ríkisins, sem kennir öllum öðrum um sína eigin vanrækslu!

Er hægt að leggjast lægra?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.11.2012 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband