ESB er ónýtt - fjórar ástæður

Eitt er að gefa upp fullveldi sitt til sambands sem er heiðarlegt, skilvirkt og býr við hagsæld. Annað er að gefa sig á vald sambands sem er gegnsýrt spillingu, vangetu og mistökum. Það er eins og að hlekkja sig við lík.

Á þessa leið mælir Roger Bootle verðlaunahagfræðingur og gefur fjórar ástæður fyrir því að Evrópusambandið er ónýtt sem efnahagssvæði.

Þjóðríkin sem mynda sambandið eru ólík þarf veruleg opinber inngrip til að samræma og samþætta og þessi inngrip skaða samkeppni og viðskipti.

Í öðru lagi er ESB ekki starfhæft sem lýðræði og þar af leiðir að embættismenn án lýðræðislegs umboðs taka ákvarðanir sem ekki fá lýðræðislegt aðhald og eru iðulega slæmar, óskilvirkar og spilltar.

Í þriðja lagi, þar sem félagshyggja er ráðandi afl í mörgum stærstu aðildarríkjunum þá er sambandið andsnúið viðskiptalífinu.

 

Í fjórða lagi er Evrópusambandið svo þungt í vöfum að það getur tekið áratugi að leiðrétta ranga stefnu.

Svo mörg voru þau orð.

(Þessi færsla er skrifuð handa Vilhjálmi Bjarnasyni í von um að honum réni ESB-sóttin áður en hann sest á þing.)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli það sé ekki borin von Páll, ESB inlimunarsinnar eru bæði með eyrnatappa og leppa, og taka engum sönsum virðist vera því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 16:15

2 Smámynd: Elle_

Ekki bjóst ég við svona einangraðri eða samfylkingarlegri og þröngri hugsun af Vilhjálmi Bjarnasyni.  Mikil vonbrigði.

Elle_, 12.11.2012 kl. 21:02

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama Elle, ótrúlegt alveg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.11.2012 kl. 21:08

4 Smámynd: Björn Emilsson

Já, það væri sannarlega æskilegt að Vilhjálmi Bjarnasyni réni ESB sóttin. En það er kannske alvarlegra að Ragnheiður Ríkharðsdóttir ESB sinni, skuli ná svo langt, að hafna í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Munaði ekki miklu að hún felldi formanninn. Kemur sér vel fyrir ´væntanlegt´ stjórnarsamstarf Flokksins við Samfylkinguna, og innlimun Íslands í ESB, að öllu óbreyttu.

Björn Emilsson, 13.11.2012 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband