Fimmtudagur, 8. nóvember 2012
Vinstriflokkarnir, brennivínið og rónarnir
Líkt og rónarnir koma óorði á áfengi hefur Samfylkingu og VG tekist að gera þjóðina svo frábitna vinstristjórn að meira að segja saklausi Framsóknarflokkuirnn líður fyrir það.
Samfylking og VG standa frammi fyrir fylgishruni og svona til að útiloka alla möguleika á þriggja flokka vinstristjórn ætla kjósendur ekki að taka sjensinn á Framsóknarflokknum, þótt hann eigi svo sannarlega skilið tækifæri.
Afleiðingar þess að vinstristjórn er útilokuð næsta kjörtímabil munu koma fram á næstu vikum og mánuðum. Samfylkingin mun ríghalda í ESB-fylgið, sem flokkurinn telur sig eiga, og VG heldur áfram að skreppa saman til að passa betur í hlutverkið sem hjáleiga Samfylkingar.
Hvorugur vinstriflokkanna býður upp á framtíðarsýn sem hugnast kjósendum. Þá er betra að kjósa fyndna fólkið í Bjarta flokknum.
Eykur fylgi sitt í öllum kjördæmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.