Bjarni Harðar vill bjarga kjósendum VG

VG er flokkur í útrýmingarhættu vegna þess að þingflokkurinn sagði skilið við kjósendur sína með svikunum 16. júlí 2009. Bjarni Harðarson veit það og efnir til funda um hvernig hægt sé að forða harða vinstrafylginu frá því að sitja heima annars vegar og hins vegar að kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum.

Bjarni bloggar

Á hinn bóginn hafa ESB andstæðingar úr kjósendahópi VG ræðst við allt þetta kjörtímabil og harmað svik sinnar forystu. Þá stendur upp úr öðrum hvorum manni að réttast væri að bjóða fram á móti þessu liði - en þegar til kemur langar engan í þann leðjuslag. Sjálfur hef ég viljað bíða í lengstu lög eftir því að Eyjólfur hressist og Steingrímur snúi við blaðinu. Langlundargeð okkar Flóamanna getur verið talsvert. En að því slepptu er víst best að útiloka ekkert.

Til að bjarga vinstrikjósendum sem meta fullveldið einhvers þarf að fylla tómarúmið sem VG skildi eftir sig á vinstri væng stjórnmálanna með ákvörðun sinni um að styðja ESB-umsókn Samfylkingar og Össurar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband