Evrópufræði Guðmundar Andra: bundið fyrir bæði augu

Evrópusambandið er ekki hægt að skilja og ekki hægt að taka afstöðu til nema að fyrir liggi aðildarsamningur við Ísland. Þá loksins, loksins er hægt að taka afstöðu til Evrópusambandsins.Það er ekki hægt að móta sér skoðun á Evrópusambandinu á grundvelli sögu sambandsins og sáttmála, né heldur með hliðsjón af alþjóðlegri umfjöllun um stöðu sambandsins og framtíðarhorfum. 
 
Nei, fyrr en aðildarsamningur liggur fyrir er ESB-umræðan á Íslandi með öllu ómarktæk. Á þessa leið er málflutningur Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag.
 
Evrópusambandið tekur ekki á móti þjóðum með bundið fyrir bæði augu. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að umsóknarþjóðir hafi unnið heimavinnuna sína og sæki um aðild með þeim ásetningi að ganga inn í sambandið.  Evrópusambandið segir sjálft að það sé ekkert um að semja, umsóknarferlið er aðlögunarferli inn í ESB. Hér stendur það svart á hvítu í útgáfu ESB  á bls. 9
The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable.
 
Guðmundur Andri er sannfærður ESB-sinni og tekur engum rökum. Hann hlustar ekki einu sinni á vini sína í Brussel heldur vill hann vera sæll í sinni einfeldni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eingöngu tímabundnar undanþágur eins og Spánverjar bentu össuri á......

Nei takk (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 10:23

2 identicon

Alþjóðasinni getur ekki í senn verið Evrópusinni. Evrópu stjórna þau ríki sem hafa fært mannkyninu mesta kúgun, böl og arðrán. Og nú þegar fyrrum þrælar Evrópu fara að fá aukið vald, mun undirliggjandi hatrið og fyrirlitningin koma upp á yfirborðið, Evrópu í óhag...Það er ekki ráðlegt fyrir þá sem ætla sér stóra sneið af framtíðinni að ganga í eina sæng með Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi...Þýskaland á víða óvini, og það eru óvinir með raunverulegan mátt, þekkingu og hugsjónir...Þýskaland hefur afsannað rétt sinn að skipta sér af stjórnmálum. Fyrrum þrælar Breta og Frakka eru að ná völdum, og þá munu þessar þjóðir eyðast upp og tærast smám saman. Þetta mun gerast og er ekki hægt að stöðva. Réttlætið er náttúrulögmál rétt eins og þyngdaraflið, og ekkert fær stöðvað það. Viljum við borga dýrum dómum að fá að sötra vín og þykjast vera Frakkar og fá þannig smá útrás fyrir, hjá hluta þjóðarinnar, arfgenga minnimáttarkennd fyrrum nýlendu gagnvart Dönum, sem búið er að yfirfæra yfir á Stór-Evrópu. Nei, það er kominn tími á að uppræta slíkan heimóttarskap og sjálfshaturs "house nigger" syndrome og standa stollt upp og vera hluti af heiminum öllum og mannkyninu í staðinn! Framtíðin tilheyrir fyrrverandi nýlendum, viljum við vera þar á meðal, eða falla með þeim gömlu, sem einnig kúguðu okkur, það er eina spurningin?

Hugsum stærra. (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 10:50

3 identicon

Guðmundur telur að barnafólk muni taka sig upp og flytja til ESB þegar því fer að leiðast þófið. Sú staðreynd liggur fyrir að fólk hefur flutt til Noregs í stórum stíl. ESB heillar ekki meira en svo. Það er til lítils að benda mönnum eins og Guðmundi á staðreyndir því hann virðist alls ófær um að meðtaka þær.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/10/31/atvinnulausir-sviar-fa-borgad-fyrir-ad-flytja-til-noregs/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 11:44

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

"Góð grein", segir Dagur Samfylkingar í færslu sinni á Facebook um grein Guðmundar Andra á Visir.is;

Það fer nú eftir því frá hvaða sjónarhóli er horft og til hvaða áttar! Gott væri að heyra rökstuðning fyrir slíkri yfirlýsingu. Eða, á bara að segja já og amen og "ég trúi"?

Í umræddri grein tínir Guðmundur Andri reyndar til ýmis atriði í hliðstæðri eða nánast sömu grein í Fréttablaðinu í dag sem hann telur mæla með aðild að ESB og er það vel.

Hins vegar fjallar hann ekki um ástæður fyrir þeirri óáran sem honum finnst að einungis aðild að ESB sé lausn á og hvort heillavænlegra væri að ráðast að rótum vandans, graftarkýlinu, frekar en að grípa fyrst til plástra og klessa yfir gumsið í kýlinu.

Hann veltir t.d. ekki vöngum yfir því hvort sams konar gums felist í aðild að ESB. Stóra spurningin er hvað veldur þessu graftarkýli sem er að rústa lífi flestra þegna Íslands. Guðmundur og Dagur ættu að koma með greiningu á því, ef þeir kunna á því einhver skil!

Kristinn Snævar Jónsson, 5.11.2012 kl. 16:48

5 identicon

einmitt, Kristinn: eina leiðin til að bæta lífskjör á Íslandi, skvt skrifum Guðm. Andra, er að ganga í risabandalag sem sýnir öll teikn um að sé á hraðri leið til meiri og meiri miðstýringar (sjá td breytingar á atkvæðavægi í ráðherraráðinu, og niðurfellingu neitunarvalds í mörgum málaflokkum, í október á næsta ári)

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 09:30

6 identicon

afs. : í október 2014, átti þetta að vera, ekki á næsta ári - en auðvitað er aldrei talað um þessa fyrirhuguðu enn meiri samþjöppun valds innan ESB í umræðunni hér, meira eitthvað hjal um að andstæðingar ESB séu heimóttarlegir, hræddir við Evrópusamvinnu (???) og yfirleitt þjóðernissinnaðir bændadurgar

.. væri allt í lagi að sjá einhver alvöru rök fyrir aðild, svona til tilbreytingar - frá þessum þriðjungi þjóðarinnar sem er nákvæmlega sama um lýðræðið, en heldur áfram að þvinga og pressa á viðræður sem meirihluti landsmanna hefur engan áhuga á

Halldór Carlsson (IP-tala skráð) 6.11.2012 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband