Sunnudagur, 4. nóvember 2012
Frjálslyndur miðjumaður... og andstæðingur ESB-aðildar
Samfylkingin er búin að skilgreina hugtakið ,,frjálslyndur" þannig að það merkir að vera ESB-sinni. Þeir fáu sjálfstæðismenn sem eru ESB-sinnar nota iðulega orðið ,,frjálslyndur" sem merkimiða um afstöðu sína - t.d. hefur Þorgerður Katrín kallað sig frjálslynda.
Þorsteinn Magnússon sem gefur kost á sér á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík nefnir sig frjálslyndan miðjumann og fær óðara stimpil að hann sé ESB-sinni.
Þorsteinn sendir þessa leiðréttingu:
Þetta er áreiðanlega í fyrsta sinn á ævinni sem ég er titlaður ESB maður. Rétt er að taka það fram að ég er ekki hlynntur því að ganga í Evrópusambandið og hef aldrei verið. Það er nú einu sinni alls ekki svo að það eitt að vera frjálslyndur miðjumaður jafngildi því að vera hlynntur aðild að ESB.
Góðar stundir,
Þorsteinn Magnússon
Þorsteinn vill 2.-3. sæti Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verða menn ekki að treysta því,? Það fer nú enginn í spor Vg.frá seinustu kosningum, Þorsteinn er frjálslyndur og verður ekkert frjálsblindur eftir kosningar.
Helga Kristjánsdóttir, 4.11.2012 kl. 23:28
Ég er alþjóðahyggjumaður, og hef því ekki áhuga á því að ganga í þennan hvítra manna klúbb frekar en KKK klúbb Kentucky. Ég er vinstrimaður, og hef því ekki áhuga á að ganga í bandalag hinna ríku, sem hópa sig saman sem hænsn, gegn hinum fátæku. Ég er sagnfræðimenntaður, og hef því vit á að ganga ekki í bandalag Stór-Þýskalands. Ég er maður, og jafnaðarmaður, og get því ekki um leið verið "Evrópumaður". Ég trúi á nýja tíma, en ekki afdankaðar afturgöngur hins liðna, og hafna þess vegna Evrópubábiljunni. Ég hef líka stjórnmálaþekkingu og viðskiptavit, og dettur því ekki í hug að púkka upp á deyjandi báknið Evrópu, vita að framtíðinni verður stjórnað nær alfarið af fórnarlömbum hennar, og ekki bara Indlandi, meðan Bandaríkin, eina af gömlu stórveldunum sem mun lifa áfram, að vísu í breyttri mynd, mun umbreytast það mikið að þau munu segja skilið við Evrópskan uppruna sinn að mestu, og þar með allt það myrkasta í eigin þjóðarsál, en þau áhrif komu frá Þýskalandi og Englandi, og fjarlægast Evrópu þar með og ekki lengur hafa ástæðu til að vera bandamaður hennar. Ég fylgist líka með auðlindamálum, og vitandi að Norðurslóðir munu hafa von í nýjum heimi, ef þær bara hafa vit á að fjarlægja sig Þýskalandi, þjóð sem ekki er treystandi fyrir annarra manna auðlindum, því stór hluti hennar er undir of sterkum áhrifum frá afa og ömmu, og eru afkomendur manna sem myrtu milljónir manns til að geta haft af þeim fé, og breytty síðan líkömum manna í sápu til að selja hana, og er þannig alræmdust allra þjóða fyrir hamslausa fégræðgi og viðskipti sneydd öllu siðferði.
12345 (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.