Laugardagur, 3. nóvember 2012
Samfylkingin er sveitó
Samfylkingin er flokkur tækifærissinna sem vill allt gera til að vera ,,smart og sexý." Meginástæðan fyrir því að Samfylkingin varð ESB-flokkur var að forystan trúði því að ,,atvinnulífið vildi Evrópusambandsaðild."
Með ,,atvinnulífinu" átti forystan ekki við grunnavinnuvegi þjóðarinnar, útgerð og landbúnað, heldur nýrri atvinnugreinum, sem voru ,,smart og sexý" eins og Samfylkingin vildi verða þegar hún yrði stór.
Skúli Mogensen forstjóri WOW air smellpassar sem fyrirmynd Samfylkingar. Nema að atvinnulífsmaðurinn Skúli vill hvorki aðild að Evrópusambandinu né farga krónunni.
Þegar Samfylkingin fattar loksins hversu lummó flokkurinn er orðinn og úr takti við raunverulega hagsmuni þjóðarinnar verður ESB-málið látið fjara út svo lítið beri á.
Gagnrýnir óvissu vegna haftanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er Samfylkingin sveitó. Sjálfstæðisflokkurinn og Héraðsdómur Reykjavíkur eru líka alveg úti á túni. Ákæruvaldið þarf ekki að afla gagna sem Gunnar Andersen telur mikilvæg fyrir málsvörn sína.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 12:20
Samfestingarnir eru inni það er engin spurning.
Samferðarmaðurinn (IP-tala skráð) 3.11.2012 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.