Engar varnalegar undanþágur

,,Heimildir Finnlands og Svíþjóðar til að styðja sérstaklega við landbúnað á norðlægum slóðum getur ekki talist varanleg. Þetta er niðurstaða Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og Benedikts Egils Árnasonar héraðsdómslögmanns," segir í Bændablaðinu.

Stefán Már er viðurkenndasti sérfræðingur Íslands í Evrópurétti. Niðurstaða hans og Benedikts um að engar varanlegar lausnir bjóðast fyrir landbúnað á norðlægum slóðum slær vopnin úr hendi ESB-sinna sem vísa iðulega til meintra undanþágna sem Finnland og Svíþjóð eiga aðhafa fengið.

Varanlegar undanþágur bjóðast ekki hjá Evrópusambandinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég yrði mikið feginn ef þeir Stefán og Benedikt hafa rétt fyrir sér. Nú sé ég bara fregnir af minnisblaðinu í Bændablaðinu og hef ekki lesið það sjálft. Mér sýnist af þeirri samantekt að niðurstaða þeirra sé sú að undanþágurnar falli niður þegar og ef þeirra yrði ekki lengur þörf.

Það er gleðiefni að samningar Finna og Svía gera ekki ráð fyrir ÓÞARFA styrkjum til bænda. Ég vona að samningamenn Íslands verði á sömu nótum. Það er nefnilega engin ástæða heldur fyrir íslenska skattgreiðendur til að ofstyrkja bændur, hvort sem þess er þörf eða ekki.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 18:10

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Gott ef satt reynist.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.11.2012 kl. 18:22

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta hefur verið ljóst frá því að ESB var stofnað á grundvelli Rómarsáttmálans.

Hvað myndi gerast hérna á Ísland að það væru gefnar undanþágur frá STjÓRNARSKRÁ okkar  til tiltekna aðila sem ætluðu að gerast Íslenskir þegnar??.

Frakkar og Spánverjar hafa lýst því yfir að engar undanþágur væru gildar skv. Rómarsáttmála þeirra, og því myndu þeir fara rakleitt á Íslandsmð til veiða, um leið og  Ísland skrifaði undir aðildarsamning við ESB.

Þeir vita sem víst, að það eru  engin lög eða samningar sem upphefja Rómarsáttmálann.

Það er svo víst, eins og íslendingar vita að íslensk lög virka ekki ef þeu eru á skjön við STJÓRNARSKRÁ ÍSLANDS.

Eggert Guðmundsson, 2.11.2012 kl. 21:41

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Menn virðast ekki geta skilið að þeir eru að fá ESB og allar reglur og lög þess um leið og við göngum þarna inn. ESB mur ekki breyta RÓMARSÁTTMÁLA SÍNUM fyrir örþjóð í ballarhafi. 

Því fyrr sem almennngur skilur þetta því betra. Allt of stór hluti þjóðarinnar hefur haft sig að fífli.

Eggert Guðmundsson, 2.11.2012 kl. 21:48

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Allt of stór hluti þjóðarinnar hefur haft sig að fífli"

Það er nú málið Eggert og mun ekki breytast fyrr en eftir áratuga aðild.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 2.11.2012 kl. 22:53

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er rangt hjá þeim lógos-bræðrum. þeir hringla öllu í einn graut. Eða framsetning þeirra Hólamanna er þannig allavega. (því eins og bent er á hér ofar sér maður ekki þetta merka minnisblað heldur túlkun Bændablaðs.)

Hint: þetta er fest í aðildarsamningi. það er líka fest í aðildarsamningi hvað skilyrði þurfa að vera til staðar til að löndin geti stutt landbúnað á þann hátt er um ræðir. Eitt af skilyrðunum er að samanlagður landbúnaðarstyrkur fari ekki í heildina yfir styrk þann er veittur var fyrir aðild að EU.

það sem sennilega er að rugla þá, kallagreyin, er að þeir finnarnir náðu inn öðrum stuðningi - og hann er tímabundinn. Hinnsvegar hefur gengið svona og svona að fá þá finnana til að afnema eða minnka þann tímabundna styrk. Og það hefur talsvert verið til umræðu á síðari árum. Maður hefur orðið var við að menn eu talsvert að rugla þessu tvennu saman viljandi eða óviljandi.

Sennilegast mundi allt Ísland falla undir ákvæðin sem þeir svíar og finnar náðu fram og samningsfestu. Auk þess, aukk þess sem Ísland mundi sennilega allt falla undir harðbýlt svæði.

þannig að það er barasta veisla framundan hjá bændum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.11.2012 kl. 23:43

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi frétt í Bændablaðinu er haugalygi, eins og annað sem stendur um Evrópusambandið í því blaði.

Sérlausnir varðandi styrki til bænda norðan við 64 breiddargráðu norður eru bundnar í aðildarsáttmála Svíþjóðar og Finnlands. Þær fást því hvorki felldar niður og þeim verður heldur ekki breytt einhliða. Vilji Evrópusambandið breyta þessum sérlausnum hjá Svíþjóð og Finnlandi. þá þarf að semja um þær sérstaklega, og síðan þarf að kjósa um þær í almennri kosningu í Svíþjóð og Finnlandi (bæði á þingi og almennri kosningu reikna ég með). Þar sem um er að ræða breytingu á aðilarsáttmála Evrópusambandsins við Svíþjóð og Finnland.

Þannig að fréttin í Bændablaðinu er dæmigerð haugalygi sem stenst ekki nein rök. Þetta hefur verið afskaplega léleg rannsókn hjá þessum lögmönnum. Nema þá kannski að niðurstaðan hafi verið pöntuð til að þjóna vitlausum málflutningi Bændasamtaka Íslands. Annað eins hefur nú gerst á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 3.11.2012 kl. 01:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikil seigla er í þeim sem girnast auð og völd. Þannig er þessi ríkisstjórn,lætur allt yfir sig ganga, tap í kosningu Icesave 1-2og 3,þegar allar í heiminum nema einræðisstjórnir hefðu farið frá. Við sjáum hverju þetta sætir, svipan ef þið skiljið hvað ég meina!!! Hvað stoðar að deila um reglur og reglugerðir,þegar þjóðin veit að hún getur engu þar um breitt,ef krötum tekst að ginna okkur inn. Slíttu upp túnfífil og umhverfisráðherra umhverfist,ef ég lifi stjórnina ,alla, mun ég senda fiflabúnt af fögnuði til þeirr þótt um sárt eigi að binda.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2012 kl. 01:13

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta með ,,þjóðaratkvæði" og flokka eða ríkisstjórnir, að þá sér maður að innbyggjarar eru alveg að feila á hvað þær þýða. (og þá er ég að tala vítt og amennt séð).

Rannsóknir sýna að þar sem þjóðaratkvæði um mál eru algeng og sérstaklega ef slíkar greiðslur eru mjög algengar ss. í Sviss - að það í raun styrkir hefðbundna flokka og ríkisstjórnir eftir atvikum. Beint lýræði eða þjóðaratkvæðagreiðsla kemur í eðli sínu ekki ríkisstjórn eða flokkum við. það er nefnilega trikkið.

Ákveðin mál, stundum afar umdeild, eru tekin frá flokkum og ríkisstjórn/stjórnandstöðu - og sett til þjóðarinnar.

Hvað gerist in ,,long-term"? Jú, það styrkir hefðbundna flokka! Í tilfelli Íslands þá mundi það styrkja svokallaðan ,,fjórflokk" eða ,,fimmflokk" eftir atvikum.

Why? Vegna þess einfaldlega, að þá er kaleikurinn tekinn frá flokkunum og sett yfir til þjóðarinnar. Rannsóknir sína að fólk heldur áfram að kjósa ,,ímynd" flokksins. þ.e.a.s LÍÚ-flokksmenn halda áfram að kjósa LÍÚ, Jafnaðarmenn halda áfram að kjósa Jafnaðarflokk af því þeir trúa á jafnaðarmennsku í hjarta sínu o.s.frv. þetta sanna vísindalega rannsóknir.

Með innstæðuskuldina sérstaklega og þá ákvörðun í atkvæðagreiðslu að láta dómsstóla ákveða hve mikið Ísland ætti að borga - að þá er það bara í ferli. Dómsferli sem vinlegt er enda kaus fólk það með tilheyrandi skaðakostnaði fyrir land og lýð. það er ekkert við því að gera úr þessu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2012 kl. 02:42

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kaleikurinn? Hann er alla jafnan beiskur, veistu! En í tilfelli íslensku þjóðarinnar í kosningunni um Icesave,er réttlætið ofar öllu. Við (ekki ég) kusum stjórn sem er ráðin í vinnu fyrir þjóðina,viltu játa hér að þessi svokallaða stjórn er leppstjórn ESB. Þvílík afstyrmi finnast ekki nema í mafíósaflokkum,,,Ómar þykir þér vænt um þjóð þina?

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2012 kl. 03:31

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nú eru þessar undanþágur búnar að standa í 18 ár. Hvað eiga menn við þegar að sagt er að þær séu ekki varanlegar? Ath það er líka búið að breyta ESB þannig að þjóðir geta sagt sig úr því ef þær sætta sig ekki við breytingar.  Síðan minni ég á að við erum að tala um 4ööö þúsund bændur, sem myndu skv. ESB lögum fá stuðning vegna þess að ESB styrkir búsetun í dreifbýli og byggðastyrki koma líka til.  Á móti væntum við þess neytendur að fá möguleika á samkeppni á landbúanaðarvörum þannig ða við ættum möguleika á hagkvæmari innkaupum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.11.2012 kl. 06:35

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Helga, það er ekki réttlátt samkv. minni teoríu að Sjallaflokkur steli innstæðum. það er bara þannig. það er ljótt að stela!

Vaðandi hann Stebba greyið, að var þa ekki hann sem sagði að samkv. EU lögum - þá mætti sjallaflokkur stela innstæðum? Var það ekki þannig??

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.11.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband