Fráleit Þorgerður Katrín

Allar kannanir sem gerðar hafa verið á afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu frá því að umsókn var send, sumarið 2009, sýna afgerandi andstöðu þjóðarinnar við aðild.

Aðeins einn stjórnmálaflokkur af fjórum á alþingi er með ESB-aðild á stefnuskrá sinni.

Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur finnst fráleitt að hætta aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið.

Hversu fráleitur getur einn stjórnmálamaður orðið?


mbl.is Telur fráleitt að hætta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Ég var búinn að ákveða að strika yfir hana í næsta prófkjöri vegna hjásetu hennar í ESB atkvæðagreiðslunni. Hún tók af mér ómakið og strokaði sig út sjálf.

Kristján Þorgeir Magnússon, 25.10.2012 kl. 20:20

2 identicon

Sama segi ég.

Besta sem Þorgerður gerði, væri að fara í annann flokk !

Þar með gæfi hún sönnum sjálfstæðismanni sæti sitt !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 20:24

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það var blessun fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hún skuli ætla að hætta á þingi.

Vilhjálmur Stefánsson, 25.10.2012 kl. 20:25

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sannur sjálfstæðismaður? Er það einhver sem fylgir skoðunum og skapsveiflum formannsins í einu og öllu? :)

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.10.2012 kl. 20:31

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur eins og Þorgerður segir staðið að öllum stærri samningum okkar um samstarf við aðrar þjóðir. Og í tilfelli EFTA þá skilaði sú ákvörðun okkur úr þvi að vera ein fátækast þjóð Vestur Evrópu í að vera fyrir ofan meðallag. Og í tilfelli EES samningsins 1994 þá urðum við með auðugustu ríkjum veraldar. Bendi fólki á að áður vorum við bundin af því að háir skattar voru laggðir á allar okkar útflutningsvörur og við lápum hér nánast dauðan úr skel Þurftum m.a. að treysta á vöruskipti við Sovétríkin. Og takamarka allan innfluting því við áttum ekki gjaldeyrir. Nú býðst okkur að komast í nánara samstarf við þessar sömu þjóðir og þá allt í einu vill meirihluti þjóðarinnar nú á tímum gjaldeyrishafta og ónýtrar krónu ekkert af þessum löndum vita og ekki halda möguleikum opnum ef að við virkilega þurfum á því að halda. Nei bara rjúfa viðræður og lifa hér áfram við hátt verð á neysluvörum, enga samkeppni og svo krónu sem er eins korktappi. Fyrir utan mistök sem maðurinn henna Þorgerðar gerði þá finnst mér hún alltaf hafa verið einn af þeim sjálfstæðismönnum sem er sæmilega skynsamlega hugsandi. enda alin upp af Jafnaðarmanni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.10.2012 kl. 20:46

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús Helgi. Svona fyrir utan Þorgerði Katrínu, þá er óskandi að flest hugsandi og launa-jafnréttisþenkjandi fólk átti sig á muninum á raunverulegum hugsjóna-þingmönnum, og blaðurs(blöðru)röflandi þingmönnum.

Við verðum bara að vona það besta, en gera jafnvel ráð fyrir því versta. Við þurfum réttláta og traustvekjandi stjórnsýslu.

Eru slík ómetanlega mikil auðæfi í boði á hinu "háa" alþingi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2012 kl. 21:14

7 identicon

„..bara rjúfa viðræður og lifa hér áfram við hátt verð á neysluvörum, enga samkeppni og svo krónu sem er eins korktappi“.

Þetta er rétt hjá Magnúsi Helga. Hárrétt. Ég er dómbær, lifi hér í Mið-Evrópu hálft árið, annars á skerinu.

Ég held að innbyggjarar hafi litla hugmynd um hvað heildsalar og smásalar (smásálir) okra blygðunarlaust á þeim. En eins og ég sagði er ég dómbær á þetta, get gert all nákvæman samanburð á verði á Íslandi, í EU og Sviss.

Ekki eins og starfsmenn verkalýðsfélaganna, sem eru að bera saman Bónus, Krónuna, Strax eða Úrval, bera saman kúk og skít.

Flestir, ef ekki allir okrarar koma úr röðum Íhaldsins. Staðreynd!

Ok, smá confession, er löngu hættur að gera mun á Íhaldinu og hækjunni.

Samt ætla innbyggjarar að flykkjast á kjörstað til að kjósa fulltrúa og mútuþega gróðapunga aftur á þing.

Ok, mín vegna, en get því varla vorkennt fólkinu.

 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 21:35

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Haukur. Þessi umræða hefur ekkert með hið svokallaða íhald að gera. Hverju eru Spánverjar að mótmæla?

Spánverjar föttuðu því miður aðeins of seint, að ESB-veldið byrjar á því að stroka út öll réttindi og launakjör verkafólks. Næsta stig er þrælahald!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2012 kl. 22:03

9 identicon

Frú „Ekki mínar skuldir“ er sannarlega ókræsilegt dæmi um það hversu fráleitur einn stjórnmálamaður getur orðið - í boði sjálfspillingarinnar...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 22:07

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það hlýtur nú að vera alveg ,,fráleitt" a' vísa í einhverjar skoðanakanninir þessu viðvíkjandi. Eg get ekki betur séð en hér hafi menn verið pungsveittir við að skrifa pistla um að ekker væri að marka meirihlutavilja í kosningum.

Ef maður segir A - þá verður maður líka að segja B.

þetta er reyndar einn helsti öfugsnúðurinn á babbli og bulli andsinna og kjánaþjóðrembinga - að það er aldrei ein einasta heil brú í svokölluðum ,,málflutningi" hjá þeim. það eru alltaf sitthvorir mælarnir sem eru notaðir og útkoman eitthvað kjánabull í besta falli en í verstafalli vísvitandi haugalygi.

Ömurlegur málflutningur og þið ættuð að skammast ykkar alveg jafnmikið og LÍÚ hyskið og skítapakkið. Skammist ykkar!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2012 kl. 23:52

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tel fráleitt að Þorgerður Katrín sé á þingi

Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2012 kl. 02:28

12 identicon

Þessi herfa á að vera í samfylkingunni!!!!!!!!!

Geir (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 02:34

13 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Legg til að höfundur skipti út "blaða" í "tals" í forskeytinu maður í höfundalýsingu,  annað er eiginlega "fráleitt".

Eftir ágætar samræður við "heldri" Íslendinga af öllum skoðanategundum í sjópottinum í Laugardalslauginni s.l. viku langar mig til að beina því til bloggara og aðra sem vilja verðskulda virðingu; ef þú getur ekki sagt það sem þú skrifar,  fullum hálsi við viðkomandi manneskju auga fyrir auga í annarra áheyrn án þess að roðna eða skammast þín þá skaltu slaka aðeins á, og hugsa hvort svona samskipti og upphrópanir séu uppbyggilegar, og þá fyrir hvern?

Varð síðan vitni að síldarævintýrissögustund í heita pottinum, þar sem raunverulegir leikendur í ævintýrinu  sögðu sögu af "sönnum Íslendingum" hógværum eins og venja var á þeim árum!  

Skömmust okkar svo!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.10.2012 kl. 04:11

14 identicon

Já skammastu þín bara Jenný Stefanía. Ég ber virðingu fyrir fólki eins og Ragnari Önundarsyni sem talar hreint út.

http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/10/26/er-ekki-rett-ad-ragnar-onundarson-geri-sjalfur-grein-fyrir-adkomu-sinni-ad-atvinnulifinu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 11:25

15 identicon

Var að lesa Pressu frétttina um grein Ólafar í Mogganum um sjallana Bjarna Ben og Ragnar Önundarson.

Það virðist ætla að verða erfitt að finna sjallaræfil, sem ekki hefur eitthvað óhreint í pokahorninu. En látum það eiga sig.

 

En áherslur Ólafar er eftirtekarverðar;

 

.... að hafi víðtækan bakrunn í atvinnulífinu.

....að byggja upp heilbrigt atvinnu- og efnahagslíf.

....Bjarni Benediktsson hætti öllum afskiptum af atvinnulífinu í árslok 2008.

 

Halló, víðtækur bakgrunnur hefur fram til þessa þýtt tækifæri til einokunar eða samráðs.

Er svo N1 skuldasúpan, sem lenti á skattgreiðendum, symbol fyrir þetta heilbrigða atvinnulíf sem Ólöf er að tala um?

Jú, Bjarni gaurinn hætti öllum afskiptum af atvinnulífinu eftir að hafa tæmt bótasjóð Sjóvá og selt hlutabréf sín í Glitni á réttum tíma vegna innherja upplýsinga.

 

Er þessi Ólöf eins siðblind og protogonistarnir Bjarni Ben og Ragnar, eða er hún bara kjáni?

 

Vonandi verður dvöl hennar hér Sviss til þess að hún öðlist þann þroska að sjá mun á réttu og röngu og hætti að líta á sjálfa sig sem einhvern forréttinda-sjalla. Vonandi. 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 12:10

16 identicon

Kemur ekki Haukur æðandi með siðblindustimpil Jónasar Kristjánssonar. Hvers vegna segir Jónas þjóðina heimska? Er það vegna þess að hann hefur leikið blaðamann allt sitt líf og þjóðin sér það ekki? Maður spyr sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 12:22

17 identicon

Nýjasti DV spuninn gengur út á það að Ragnar Önundarson sé málpípa Davíðs Oddssonar.

Hvernig rímar sá spuni við skrif Ragnars um Reiknistofu bankanna? Hann hefur - við litlar undirtektir - vakið athygli á sameiginlegu eignarhaldi bankanna á Reiknistofu bankanna.

Reiknistofa bankanna er jafngalið fyrirbæri og Reiknistofa olíufélaganna, Reiknistofa Krónunnar og Bónuss, Reiknistofa símfyrirtækjanna og þar fram eftir götunum.

Og bankakerfið hrundi þótt allar upplýsingar um stöðuna lægju fyrir á einum stað - Reiknistofu bankanna - sem staðsett er í Seðlabanka Íslands sem er einnig hluthafi.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 15:26

18 identicon

Ekki að það komi á óvart að Páll Vilhjálmsson skrifi illa um fólk, en það er skrítið hvað margir eru tilbúnir að gera það sama ! 

Ef til vill er þetta fólk líka að fá borgað fyrir að skrifa svona ?

JR (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 20:12

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

JR (IP). Sammála þér um að það er skrýtið hve margir eru tilbúnir að tala illa um fólk.

Heimurinn verður ekki betri en við gerum hann sjálf, með okkar friðsamlega og réttláta framlagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2012 kl. 20:30

20 identicon

Hafa ekki allar kannanir hingað til bent til þess að fólk vilji nú samt klára aðildarviðræðurnar?

Er þá ekki bara sjálfsagt að virða vilja allra, að klára viðræðurnar og leyfa svo kjósendum að fella samninginn ef hann verður eins slæmur og sumir vilja fullyrða?

Sigurður (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 21:08

21 identicon

Þorgerður Katrín  sagði strax eftir hrun 2008 að eina leiðin væri  ESB mer datt i hug að kannski væri hun i einhverjum klub þar sem meðlimir vita hverju a að a að þvinga yfir folk kannski hrunið hafi ekki heldur komið henni a ovart alt fyrirfram akveðið

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband