Fimmtudagur, 25. október 2012
Stefán Ólafs: ESB-Írland sekkur; fullvalda Ísland flýtur
Stefán Ólafsson prófessor birt upplýsingar á bloggi sínu um ólíkar leiðir Íslands og Írlands út úr kreppunni (Grikkland flýtur með en þeir eru ekki á leið úr kreppu - eru pikkfastir).
Í bloggi Stefáns sést hversu margfalt betra er að búa við fullveldi og sjálfstæðan gjaldmiðil þegar kreppa skellur á. Ísland er betur sett en Írland m.t.t. skulda og hallareksturs. Írland býr við það ólán að vera í Evrópusambandinu og með evru sem gjaldmiðil.
Stefán hefði mátt láta fljóta með tölur um atvinnuleysi. Á Íslandi er um 5 prósent atvinnuleysi en nær þrefalt meira á Írlandi, tæplega 15 prósent.
Þarf eitthvað að ræða þetta frekar? Hvers vegna er ekki búið að afturkalla ESB-umsóknina?
Athugasemdir
Þarna er Stefán Ólafs með fróðlegan og "unbiased" samanburð.
Samt ertu að senda honum tóninn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 10:41
Er þá ekki ykkar framtíðarsýn ykkar að hvert land í Evrópu taki aftur upp sinn eigin gjaldmiðil, þar eð þið sjáið lausnina í öllu vera eigin gjaldmiðil og vandamál heimsins sé innmúrað í EB og Evru.
Gísli Gíslason, 25.10.2012 kl. 10:54
Það er skelfilegt til þess að hugsa, að þessi pólitíski áróðursmaður Samfylkingar skuli teljast með "fræðimönnum" þjóðarinnar, og á launum frá almenningi.
Ég veit að HÍ getur ekki rekið mannræfilinn á meðan Samfylkingin stjórnar málum, en ég geri ráð fyrir að þessi fúskari verði látinn fjúka, um leið og ný ríkisstjórn tekur við.
Fáránlegt að maður sem lýgur að vinnuveitendum sínum, þjóðinni, við hvert tækifæri, skuli halda starfinu
Hilmar (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 12:17
Málið er að Stefán er oft með ágætis gögn og rök í sínum fórum, t.d. sýndi hann ágætlega fram á það um daginn að það eru fyrirtækin (væntanlega stóru, gleymdi raunar að nefna þau litlu) en ekki einstaklingar (og væntanlega lítil fyrirtæki) sem bera helsta ábyrgð á skuldasöfnun þjóðarbúsins, afsannaði semsagt "flatskjár"-kenninguna. Á sama hátt er Stefán að sýna fram á kostina við sjálfstæði og sjálfstæða mynt versus evru með Íslands/Írlands samanburði. Af hverju er Stefán þá ekki talsmaður þess að hafa krónu og hætta við inngöngutilburði í ESB? Þarf Stefán ekki að kynna sér aðeins betur eigin rök?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.