Fimmtudagur, 25. október 2012
Gunnar Smári og heilbrigðisþjónusta SÁÁ
Gunnar Smári Egilsson geltir kvölds og morgna í mbl.is um að félagsskapurinn sem hann yfirtók, SÁÁ, eigi að fá skattfé almennings til að veita börnum alkahólista sálfræðiþjónustu.
SÁÁ er ekki hluti af heilbrigðisþjónustunni og er ekki frekar en önnur félagasamtök eða sértrúarhópar fært um að veita þjónustu sambærilega og heilbrigðisstofnanir.
Nýleg dæmi eru um að félagasamtök/sértrúarhópar misnoti almannafé og misþyrmi þeim sem höllustum fæti standa í samfélaginu. SÁÁ á vitanlega ekki að fá áskrift af skattfé til að stunda húmbúkk lækningar á fólki. Til þess eru vítin að varast þau.
400 börn áfengissjúkra fengið hjálp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gunnar Smári Egilsson geltir kvölds.........
Er það blaðamanni sæmandi að skrifa svona?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 08:31
Svo segir Jónas Kristjánsson:
Nægar ástæður eru til að hafa efasemdir um Bjarna Benediktsson sem formann stjórnmálaflokks. Hann er ættarlaukur forréttinda og tengist ættarbraski, sem setti Sjóvá á hausinn á milljarðakostnað skattgreiðenda. Hefur gert Flokkinn að eindregnara baráttutæki forréttinda en áður var. Hins vegar er Ragnar Önundarson ekki sá rétti til að velta honum úr sessi. Var forstjóri plastkortafyrirtækis, sem stóð í víðtæku samráði gegn notendum og greiddi síðan 700 milljón króna sekt. Ítrekað hefur komið fram, að hann telur brot sitt ekki umtalsvert. Samt getur hann ekki spilað siðapostula í bófaflokki.
Í ljósi þessa veltir maður því fyrir sér hvort Gunnar Smári Egilsson sé réttur maður á réttum stað. Hvað segir Jónas um málið?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 08:47
Ótrúlegur yfirgangur og frekja.
Gunnar Smári virðist geta matað fjölmiðla endlaust.
Alltaf taka þeir við og birta boðskap gamla þjónsins.
Alveg gagnrýnislaust.
Styð SÁÁ aldrei á meðan þessi maður ræður þar ríkjum.
Rósa (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 09:23
Já, blásum bara á þá. Sturtum þeim niður. Þeir geta tekið sínar hugmyndir og spurningar með sér.
"Í samkeppnislögum er fjallað um sameiginlegt eignarhald keppinauta á fyrirtækum. Enn hefur þessu ákvæði lítt eða ekki verið beitt hér á landi [...]. Eignarhald RB er enn sameiginlegt og í höndum keppinauta [...]. Á það bara að vara áfram eins og það sé ekkert vandamál?"
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 10:03
Ég er innilega sammála þér núna Páll. Slíkt skeður einstöku sinnum !
Gunnar Smári er einungis leiksoppur gamla og fáfróða hrokagikksins á Vogs-spillingarbælinu, sem með vanhæfni og fáfræði sinni, dregur saklaus ungmenni beina leið niður í helför undirheimana spilltu og svörtu!!!
Ég bið almættið algóða að hjálpa þessum villu-vegleysisbörnum á Vogs-trúarbragðabulls-"sjúkrahúsinu", sem stjórnað er af valdafíkn gráðugra og hættulegra embættismanna.
Þetta fordóma-trúarbragða-spillingar-hæli er einungis til bölvunar fyrir stóran hluta af þeim sviknu sálum, sem í þeim samfélags-fordóma-fangabúðum lenda!
Sannleikurinn og réttlætið ratar uppá yfirborðið að lokum. Það eru mjög margir sem þekkja sannleikann!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.10.2012 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.