Miðvikudagur, 24. október 2012
Lífeyrissjóðir er rúnir trausti og ætti að afleggja
Lífeyrissjóðakerfið er miðaldra karlar á ofurlaunum sem skutla peningum almennings til annarra miðaldra karla að braska með og fá í staðinn miða á fótboltaleiki í Englandi. Kerfið er gegnumrotið af vanhæfni og spillingu og á að afleggja.
Í útrás og hruni töpuðu lífeyrissjóðirnir milljörðum ofan á milljarða af fjármunum almennings. Engin hreinsun hefur verið gerð á yfirstjórn og forstjóraliði lífeyrissjóðanna.
Lífeyrissjóðakerfið er barn síns tíma, var skipulagt á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Alger óþarfi er að almenningur haldi uppi rándýrri yfirbyggingu sem sýnir sig óhæfa að ávaxta fjármuni sjóðsfélaga.
Í stað lífeyrissjóða eiga að koma lífeyrisreikningar í fjármálastofnunum þangað sem launþegar greiða iðngjöld sín og fá mótframlag frá atvinnurekendum.
Skuldugir hætti að greiða í lífeyrissjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Akkúrat!
Norræna velferðarstjórnin má ekki heyra minnst á þetta.
Hún er dyggur þjónn braskara og auðvalds.
Karl (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 21:49
Ég held að það sé eitthvað svipað kerfi hér í noregi eins og þú stingur upp á.Annars ef ég mætti ráða kysi ég eitt kerfi (kannski bara ríkissjóð)sem fólk greiddi í hlutfall af launum,en útborgun yrði sú sama til allra:Sömu laun fyrir sömu vinnu (sama vinna fyrir alla að vera ellilífeyrisþegi).Ef hálaunamennirnir eru ekki ekki ánægðir með það geta þeir jú haft eigin sjóð að auki til að bæta við.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 21:56
Í flestum ríkjum er lífeyrir innifalinn í skattgreiðslum.
Svo er ekki hér.
Enn ein sönnun þess hve skattheimtan er gegndarlaus hérna enda öfgamenn og vitfirringar við völd.
Karl (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 22:07
Í Luxembourg erfast lífeyrisgreiðslur viðkomandi til maka eða barna. Á Íslandi erfist hann til sjóðsins. Frábært ekki satt.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 22:31
Skildu sparnaðurinn var mun skárra kerfi
Hjörleifur Harðarson, 24.10.2012 kl. 23:03
Hvert er þá innslagið? Að Mörður kemur með ákveðna félagslega fléttu sem tryggir:
1) Þú eyðir lífeyrinum þínum í að borga skuldir
2) Að þó þú eyðir lífeyrinum þínum í skuldir þá færðu samt jafn mikið og sá sem gerði það ekki.
ergo sá sem sparaði og beit í röndina borgar fyrir hinn.
Sindri Karl Sigurðsson, 24.10.2012 kl. 23:07
Vandamálið í þessu er að það þarf að koma hvati til að minnka peningamagn í umferð. Skyldusparnaður er einn möguleiki en sú aðgerð kemur þó of seint til að leysa vandamál dagsins í dag, það þarf að setja bremsu á rafkrónurnar og koma peningum lífeyrissjóða í vinnu (annarstaðar en hjá ríkinu).
Sindri Karl Sigurðsson, 24.10.2012 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.