Þriðjudagur, 23. október 2012
Fullveldið, stjórnarskráin og kosningin
Þjóðin var ekki spurð hvort hún vildi auðvelda framsal fullveldis í nýrri stjórnarskrá.
Af því leiðir er ekki hægt að ætlast til þess að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins sem auðvelda framsal fullveldis.
Við þurfum nýja kosningaskoðanakönnun til að útkljá spurninguna um fullveldið.
Athugasemdir
Ég er ekki alveg sammála þér.
Sá hluti þjóðarinnar sem samþykkti stjórnarskrárdrögin á laugardaginn hefur þar með samþykkt að heimilt sé að framselja ríkisvald til alþjóðastofnana í þágu friðar og efnahagssamvinnu að fengnu samþykki í þjóðaratkvæði. (Sjá 111. gr. tillagnanna.)
Framsal ríkisvalds, sem skilgreint er í orðabók sem vald og valdatæki ríkisins sem heildar, er ekkert annað en fullveldisframsal, þ.e. framselja má þann rétt það að hafa fullt vald yfir málum sínum.
Þetta ákvæði er náttúrulega gagngert sett fram til að heimilt sé að gera samning um aðild að ESB.
Erlingur Alfreð Jónsson, 23.10.2012 kl. 13:25
Þjóðin hefur ekki verið spurð um það, hvort hún vilji afsala sér rétti til kosninga um mál eins og Icesave.
Tillögur Jóhönnunefndarinnar gengur út á það, að þjóðin fái aldrei aftur að kjósa um slík mál.
Það er harla ólíklegt að 98,5% þjóðarinnar, sem hafnaði Icesave í fyrra skiptið, samþykki slíkt framsal á rétti sínum.
Hún hefur heldur ekki verið spurð að því, hvort hún sætti sig við að ný stjórnarskrá kveði á um ákvæði sem gerir ráð fyrir að þjóðin kjósi sí-endurtekið um mál, þangað til ríkisstjórn fær sínu framgengt, án þess að ríkisstjórn þurfi að taka pólitíska áhættu með nýjum alþingiskosningum, eins og þarf í dag, til að fá stjórnarskrárbreytingar samþykktar.
Og auðvitað verður að kjósa um öll 108 ákvæðin sem ekki var spurt um. Ástæðan fyrir því er sú, að "þjóðin" hafnaði einu ákvæði af fjórum, þrátt fyrir að samþykkja að tillögur Jóhönnunefndar yrði grunnur að nýrri sjtórnarskrá.
Það segir okkur, að samþykkis - og höfnunaarréttar er krafist um öll ákvæði.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 13:53
það sést á svari Erlings að Jóhönnu stjórninni tókst að fá sitt fram um fullt vald til framsals, þ.e. ef þessi "stjórnarskrá" fæst samþykkt. Nú þurfa menn að fara að bretta upp ermar og koma í veg fyrir ólög ná fram að ganga.
Ragnhildur Kolka, 23.10.2012 kl. 14:37
Sjálfstæði Islands verður alltaf að vera sá grunnur sem við byggjum á- þessi gjörningur er ekki til
þess fallinn.
Erla Magna Alexandersdóttir, 23.10.2012 kl. 18:18
Nytsamir sakleysingjar, bæði úr Grindavík og öðrum stöðum, verða til þess að Sjálfstæði Islands glatast.
Björn Emilsson, 23.10.2012 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.