Þriðjudagur, 23. október 2012
Blaðadauði, lýðræðið og umræðan
Blaðadauði vestan hafs eykst vegna þess að útgefendur finna ekki viðskiptaáætlun sem rímar við netvæðingu samfélagins, segir í frétt faz. Brátt verða bandarískar stórborgir án dagblaðs og spurt er um afleiðingarnar.
Öld Gutenbergs í blaðaútgáfu er brátt á enda, bæði vestan hafs og austan. Kostnaðurinn við útgáfu á dagblaði er slíkur í samanburði við netútgáfu að samkeppnisstaðan er gjörtöpuð. Netútgáfur munu finna jafnvægi milli tekna af áskrift og auglýsingasölu og í leiðinni velja á milli þess að vera opin vettvangur með mikla umferð eða lokað áskriftarsvæði.
Blaðaútgáfa er samtvinnuð þjóðfélagsbreytingum í átt að lýðræði og fjölræði allt frá dögum Martin Lúthers. Franska byltingin var tæplega möguleg án prentmiðla.
Þótt blaðadauði sé leiður er tilgangslaust að gráta 'ann. Tæknibreytingar með netinu auka möguleika á lýðræði og opinni umræðu.
Rukka fyrir fréttir á netinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Um leið og tækninýungum er tekið fagnandi eimir eftir söknuður að Óla blaðasala,kónginum á horni Austur og Pósthússtrætis. Langt er síðan hann var þar,en rifjaðist upp nýlega, er sonur minn minnti mig á hvað ég var treg að leyfa honum að spreyta sig í blaðasölu niður í höfuðborginni. Hann hafði það af,en minntist sölutrix,s sem hann beytti. Það gekk illa í fyrstu,en þá tók hann upp á því að kalla Vísir,enginn vill kaupa af mér!! Það var eins og við manninn mælt,hjartagæskan í sinni ljúfustu mynd, og hann kom alsæll heim.
Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2012 kl. 11:54
Góð sagan af syninum, Helga.
Páll Vilhjálmsson, 23.10.2012 kl. 15:54
A ferðalagi mínu til Reykjavíkur sl vor, kom mér það að óvart að hvergi var að finna Morgunblaðið 'með morgunkaffinu´ Fréttablaðið var aftur á móti allstaðar fyrir hunda og manna fótum.
Björn Emilsson, 23.10.2012 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.