Þriðjudagur, 23. október 2012
Bretar taka harðari afstöðu gegn ESB
Bretar telja Evrópusambandið soga til sín fullveldið og sölsa undir sig sjálfsákvörðunarrétt þjóða og linna ekki látunum fyrr en allt vald flyst til Brussel. Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague, mun í dag flytja Þjóðverjum þær fréttir að Bretar telji að við svo búið megi ekki standa.
Telegraph segir frá ræðu Hague og að í henni verði krafa um lýðræðislega sjálfbærni þar sem þjóðþing fá endurheimt vald frá Brussel.
Bretar hafna því alfarið að fjárlög Evrópusambandsins verði hækkuð og hefur Cameron forsætisráherra hótað að beita neitunarvaldi gegn hækkun næstu fjárlaga sambandsins - en þau munu gilda árin 2014 til 2020.
Athugasemdir
Er ekki ESB Brussel elítan brátt að komast í svipaða stöðu og aðallinn í Frakklandi fyrir frönsku byltinguna þegar almúginn svalt og tók svo málin í sínar hendur með hörmulegum afleiðingum fyrir aðalinn.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 06:52
Páll referar oft í Telegraph, a.k.a. Torygraph.
Fáir Englendingar taka þetta blað "seriously".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.10.2012 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.