Sjálfstæðisflokkurinn fær öfluga kynningu vinstrimanna

Vinstrimenn tala eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í framboði í skoðanakönnuninni sem fór fram um helgina um tillögur stjórnlagaráðs. Þær eru töluvert margar bloggfærslurnar sem segja Sjálfstæðisflokkinn hafa tapað kosningunum.

Ef vinstriflokkunum verður kápa úr stjórnarskrárklæðinu og Sjálfstæðisflokkurinn verður stóri andstæðingur stjórnskipunarbyltingar vinstrimanna er eins víst að laskaði móðurflokkur íslenskra stjórnmála nái vopnum sínum á ný.

Þjóðkirkjumeirihlutinn leitar sér að flokki og verði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir valinu fær flokkurinn glæsilega útkomu þegar loksins kemur að alþingiskosningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðkirkjumeirihlutinn.Ertu viss um að hann sé til.En hvort sem hann er meiri eða minni held ég að hann skiptist nokkuð jafnt á milli alla flokka.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 20:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hefur nú ekki mikið kveðið að settinu í ríkisstjórninni,fyrr en nú í lok þessa dæmalausa spurningalista. Já, forsætisráðherra lét eins og hún hefði afrekað eitthvað sem líkist boltakappleik,sem sigrað hefði andstæðing,hún bjó hann svo til sjálf og var svo stolt af þjóðinni!! Þó það,;framkvæmdatjóri með fé til mannakaupa og liðsstjóra. Litlu liðin sem spila með hjartana,koma oft á óvart,kannski voru það þau (sem voru andstæðinguinn), sem heima sátu og fengu kikk í afturendann,því þau vissu ekki að þetta var alvöru.

Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2012 kl. 21:55

3 identicon

Það virðist enginn þora að segja þetta en nærtækasta skýringin á "þjóðkirkjumeirihlutanum" er að einhver hluti þeirra sem komu til að kjósa "já" hafi bara merkt við öll já-in án þess að lesa spurningarnar.

Það þýðir nákvæmlega ekkert að rýna í þessa kosningu í leit að merkingarbærum niðurstöðum enda er hún ekki bindandi, um ákvörðun sem verður ekki tekin fyrr en að loknum kosningum og um óbirt plagg.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 22:50

4 Smámynd: Elle_

Ekki bindandi og ónothæf.  Eins og lærðir lögmenn hafa sagt.  Við getum líka kallað það Jóhönnurugl.

Elle_, 22.10.2012 kl. 23:58

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst Hans vera með sennilega skýringu á þessari skrýtnu útkomu þjóðkirkjunnar.  Spurningin um hana var líka talsvert óræð fyrir flesta. Spurt var um hvort ákvæði um þjóðkirkju ætti að vera í stjórnarskrá. Hverskonar ákvæði fylgdi ekki sögunni. Þetta var afa hönnuð og villandi spurning og það með ráðum og dáð.  Ef haldin yrðu þjóðaratkvæði um þetta tiltekna mál, þá yrði þjóðkirkjan kolfellt. Ekki vegna þess að trúleysi sé meira í landinu, heldur vegna þess að allir kristnir söfnuðir utan þjóðkirkjunnar eru mjög á móti ráðahagnum.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.10.2012 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband