Kaup, kjör og hávaði

Leiðréttingaferlið eftir hrun stendur enn yfir í atvinnulífinu. Í meginatriðum felst það í að draga saman seglin í útgjöldum heimilanna til að mæta raunsærri tekjum en buðust á þensluárunum. Þetta þarf að gerast án þess að atvinnuleysi magnist upp og án þess að falskur hvati verðbólgunnar snúi hjólum atvinnulífins.

Í það heila tekið erum við á réttri leið með atvinnulífið. Atvinnuleysið er lágt, um 5-6 prósent, en jafnframt nógu hátt til að dempa óraunsæjar kaupkröfur. Hagvöxtur mælist yfir tvö prósent sem er ágætt viðmið fyrir þjóð sem tímgast ekki hraðar en Íslendingar.

Í umræðum um kaup og kjör þarf hávaða og smávegis af hurðaskellum. Dúkkulísurnar hjá ASÍ iðka þannig mannalæti á milli ferðalaga til Brussel.


mbl.is Segja forsendur kjarasamninga brostnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband