Atvinnuleysi: Ísland 4,9% en ESB 11,4%

Um 25 milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu, eða 11,4 prósent.

Hvers vegna ættum við að ganga í Evrópusambandið? 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 4,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er eitthvert =merki á milli sameiginlegs hagkerfis og atvinnuleysis?

Er það eitthvað að plaga Möltubúa (sem eru í ESB) þó að það sé mikið atvinnuleysi í sumum löndum innan ESB?

Jón Þórhallsson, 12.10.2012 kl. 16:26

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Páll, þetta fjallar ekki um atvinnuleysi annarra. Apparatníkarnir með votar ESB-draumfarir vonast eftir vel launaðri vinnu fyrir sig og börnin sem eru að læra ESB-rétt í HÍ. Þeir sem þegar mata krókinn vilja koma sér vel fyrir í ESB bákninu. Þeim er skítsama um þá atvinnulausu. Þeir geta ef illa fer varið að syngja Nallann og tala um byltingu eins og í gamla daga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.10.2012 kl. 18:27

3 identicon

Sammála Vilhjálmi.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 12.10.2012 kl. 18:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið væri gott að þau færu af landinu og kæmu sér vel fyrir,en heimanmund fjallkonunnar skulu þau ekki taka með sér,enn eru alvöru víkingar hér til varnar.

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2012 kl. 00:49

5 identicon

Þessi margtuggna klisja um "Evrópuspena" og "feita bita" fyrir Íslendinga menntaða í Evrópufræðum heldur ekki vatni Vilhjálmur. Þessi menntun nýtist fólki alveg jafnvel vegna EES-samningsins auk þess sem atvinnutækifærin víða um Evrópu eru mun fleiri en í okkar litla þjóðfélagi. Hvort Ísland sé hluti af ESB eða ekki breytir þannig afar litlu fyrir þennan hóp.

Það er annars kallað að maka krókinn en ekki mata.

Páll (IP-tala skráð) 13.10.2012 kl. 01:43

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég læt mig nú hafa það að koma með krók á móti bragði Páls "íslenskumanns", sem greinilega ætlar að maka eitthvað eða "meika" það í ESB. Mata og maka krókinn eru jafnrétt orðatiltæki. Það fer eftir því hvað maður setur á öngulinn. "Mat" á öngulinn, þegar þrædd er á hann beita, eða að maður makar hann með einhverju feitu.

Sá hópur sem nú kann "Evrópufræði" er orðinn svo stór, að nemarnir í HÍ eru farnir að slást um einhverjar kynningarstöður í Brussell.

Þú mátt makaPalli, enda tilbúinn í ofveiðar og skipulegt útkast á fiski í ESB, en ég mata áfram meðan ég get í "gósenlandinu" Evrópu, einn af þeim 11,4% sem þar verða reiðari með hverjum deginum við það að horfa upp á Stjórþjóðverja og aðra fasista stýra álfunni að feigðarósi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.10.2012 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband