ESB er uppskrift að rányrkju

Evrópusambandið er stórveldi sem ekki kann fótum sínum forráð og það sést hvað best á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Valdagræðgi var upphaf sjávarútvegsstefnunnar, hún var búin til í hasti rétt áður en Bretar, Írar, Danir og Norðmenn sóttu um aðild árið 1970.

Norðmenn felldu í þjóðaratkvæði í tvígang, 1972 og 1994, aðild að Evrópusambandinu, ekki síst vegna sjávarútvegsstefnunnar.

Rányrkja Evrópusambandsins á lífríki sjávar er framin í skjóli þess að fiskveiðar eru jaðarhagsmunir sambandsins. Öflug ríki á sviði sjávarútvegs, Spánn til dæmis, komast upp með rányrkju vegna þess að leiðandi ríki eins og Frakkland og Þýskaland sjá í gegnum fingur sér þótt misfarið sé með auðlindir sem eru stórríkjunum aukaatriði.

Fiskveiðiauðlindin okkar er fjöregg þjóðarinnar. Það væri glæpsamlegt að framselja fjöreggið til Brussel.

 


mbl.is Kaupa fisk til að kasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Friðarverðlaun Norðmanna voru heldur ekki gefin ESB undir sjávarborði. Þar eru útrýmingarbúðir Evrópu enn í fullum gangi og sum fórnarlömbin, eins og makríllinn, tala norsku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.10.2012 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband