Fimmtudagur, 11. október 2012
Róbert bjarglausi og borgarflokkur Jóns Gnarr
Samfylking er verulega laskað pólitískt vörumerki. Í ofanálag er flokkurinn einangraður í stjórnmálum, situr einn uppi með ESB-umsóknina. Róbert Marshall á ekki nokkurn einasta möguleika á endurkjöri sem þingmaður Sunnlendinga.
Uppi á landi eru bændur og búalið á móti Robba og úti í Eyjum kunna menn Samfylkingunni litlar þakkir fyrir tvöfalda árás á hagsmuni sjávarbyggða, - fyrst ESB-umsóknin og síðan atlagan að fiskveiðistjórninni.
Róbert bjarglausi kemur í borg Jóns Gnarr og leitar ásjár hjá Bjartri framtíð sem er bræðingur samfylkingarframsóknarmannsins Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu kosningastjóra Besta flokksins. Yfirkokkur bræðingsins er Össur Skarphéðinsson, sem fær það vink frá Robba að hann styðji ESB-umsóknina.
Róbert til liðs við Bjarta framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Kæri Jón".
GB (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 09:56
Sandeyjahöfn mun halda nafni robba á lofti um alla framtíð.........
Áhugamaður um hafnagerð (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 09:59
Páll bendir á Samfylkinguna og Lára Hanna á Sjálfstæðisflokkinn. Báðir flokkar eru ónýtir. Þið getið hætt þessum spuna.
Hverjir tóku þá ákvörðun að skuldsetja orkuveituna í erlendri mynt fyrir útgreiddum arði?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 10:21
Engin þörf á að flækja málin. Hvorki hjá Marshall né öðrum. Málið snýst aðeins um eitt. Hvar og innan hvaða flokks eru hugsanlega mestar líkur á að ná endurkjöri.
Ekkert einsdæmi. Hann er ekki sá fyrsti. Hugsanlega kominn nýr Kristinn H. Gunnarsson svo einhver sé nefndur.
P.Valdimar Guðjónsson, 11.10.2012 kl. 10:51
Sæll.
Tek undir með PVG - Róbert er bara að hugsa um sjálfan sig.
Helgi (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 10:53
Sumir kusu Besta flokkinn í síðustu sveitrarstjórnarkosningum.
Og kusu þar með Samfylkingu.
Nú á að endurtaka leikinn með Alþingi.
Sumir kjósa sótsvarta framtíð, og fá Samfylkingu.
Reyndar eru Samfylkingarflokkarnir orðnir þrír. VG Steingríms er sennilega meiri Samfylking en Samfylkingin sjálf.
Hilmar (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 11:56
Mér finnst að þið ættuð öll að bjóða ykkur fram, þið vitið betur en aðrir.
Óla bóla (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 12:18
Rétt hjá Óla!
Skúli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 18:03
Ólu...:)
Skúli (IP-tala skráð) 11.10.2012 kl. 18:03
Óla veit sko. Hver var annars punktur Ólu og Skúla?
Elle_, 12.10.2012 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.