Mánudagur, 8. október 2012
Núbó-istar og staða Steingríms J.
Financial Times fjallaði um áhuga hins kínverska Nubo á landakaupum á Íslandi. Strax í inngangi fréttarinnar er Nubo spyrtur við útþensluáform kínverskra stjórnvalda.
A Chinese tycoon plans to buy a vast tract of Icelandic land for a $100m tourism project which critics fear could give Beijing a strategic foothold in the North Atlantic.
Áform Nubo á hálendi Íslands og stórundarleg aðkoma talsmanns Kínverjans hér á land eru til þess fallin að ala á tortryggni. Þau samningsdrög sem hafa verið á flakki undirstrika draumórakenndan rekstur annars vegar og hins vegar ósvífna viðskiptahætti þar sem íslenska ríkið á að leggja út í verulegan kostnað til að Nubo fái prósentuhlut af Íslandi örugglega fyrir slikk.
Aumingjaháttur ríkisstjórnarinnar við að stemma stigu við áformum Nubo er með eindæmum. Er það svo að Steingrímur J. Sigfússon formaður VG á endurkjör sitt í Norðurlandskjördæmi undir velvild núbó-ista?
Hvöttu ekki til fjárfestinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Thessi linkur segir allt sem segja tharf um thetta kina-aevintyri
http://blog.eyjan.is/larahanna/2012/05/10/allir-vildu-kinverska-drekann-kvedid-hafa/
Ekkert nema svindl.
Sigurdur HJaltested (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 19:59
Við höfum nú ekki séð fyrir endann á þessu braski og verður sá Hressi meir og meir undrandi á fíflaganginum í stjórnvöldum og þegar Núbólína Júl. elti ræfilinn alla leið til kína þá fór sá Hressi að grufla aðeins meira í efnið og það er alls ekki komið neitt upp ennþá um hina raunverulegu áætlun. Og dugar hún til að fella hvaða ríkisstjórn sem er í heiminum, nema þessa. Núverandi fjármálaráðherra er nú svínbundin við núbómálið og mun það hanga við hana það sem eftir er af ferlinum.
Eyjólfur Jónsson, 8.10.2012 kl. 21:18
Hvað fékk Halldór Jó mikið frá Össuri þegar hann seldi Norðurslóðagáttina (vefinn) til Utanríkisráðuneytisins?
Það væri gaman að vita það
þór (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 22:38
Stórhugar sem leita austur þeir hugsa til Indlands. Smámenni og ómerkileg handbendi fasista og tíkur þeirra, þeir beygja sig fyrir Kína og kyssa vöndinn.
Karl (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 12:13
Indland = Umburðarlyndi, ófullkomið en vaxandi lýræði, fjölmenning, áhersla á gagnkvæma virðingu ólíkra þjóðfélagshópa og ólíkra lífsskoðanna. (= Barn Ghandi)
Kína= Meirihlutinn ræður. Valtrað yfir minnihlutahópa. Fólk með "rangar" skoðanir "hverfur". Fólk með "rangt" dna og menningu er sent gegn vilja sínum í ófrjósemisaðgerðir og nauðungar-fóstureyðingar. (= Hitler Asíu)
Veljum vel...
Karl (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.