Mánudagur, 8. október 2012
Nei við tillögum stjórnlagaráðs
Stjórnlagaráð og tillögur ráðsins eru pólitísk atlaga að stjórnarskrá lýðveldisins sem verður að hrinda. Róttæk niðurrifsöfl í samfélaginu reyna að kollvarpa stjórnskipun landsins til að skapa sér pólitíska stöðu.
Stjórnarskráin ber enga ábyrgð á hruninu. Við höfum í grunninn búið við sömu stjórnarskrá frá stofnun lýðveldisins og hún þjónað okkur vel í bráðum mannsaldur. Hrunið 2008 og aðdragandi þess verður ekki með nokkru móti skráð á stjórnarskrána.
Niðurrifsöflin í samfélaginu nýttu sér svigrúmið eftir hrun til að telja fólki trú um að Ísland væri ónýtt. Umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og atlagan að stjórnarskránni er keyrð áfram af sömu pólitískum öflunum. Við þurfum að kveða þessi öfl í kútinn með afgerandi nei-i.
Varasamt frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Umdeild umsókn að ESB og ný stjórnarskrá eru algerlega óskyld mál.
Grunnatriði nýrrar stjórnarskrár eru byggð á vilja þjóðfundar, sem var slembiúrtak 950 manns úr þjóðskrá.
13 af 25 stjórnlagaráðsliðum höfðu tengst stjórnlagaflokkum, tekið þátt í flokksstarfi, verið á lista eða á Alþingi, og skiptust svona:
4 tengdust Sjálfstæðisflokknum, 4 Samfylkingu, 2 Framsóknarflokknum, 2 VG og 1 Frjálslynda flokknum. Sem sagt: Nokkurn veginn sömu hlutföll og voru í flokkalitrófinu fyrstu ár þessarar aldar.
Ég bið um málefnalega umræðu um þetta mál, ekki upphrópanir.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2012 kl. 10:43
Nú gengur Páll einfaldlega einum of langt í gagnrýni sinni á tillögur stjórnlagaráðs.
Hann er greinilega orðinn sljór leppur afglapans í Hádegismóum, Dabba, einum mesta ólánsgemlingi sem Ísland hefur alið.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 10:49
" Stjórnarskráin ber enga ábyrgð á hruninu"
Alveg hárrétt en ef FME hefði samið við 1. árs nema í endurskoðun, að fara í bankana 1. hvers mánaðar,til að skoða lánabækur bankanna, og þau veð sem verið var að taka, hefði verið hægt að komast hjá stórum hluta skaðans sem þjóðin varð fyrir.
Engin breyting verður hér fyrr en tekið verður upp persónukjör, og beint líðræði, þjóðin geti óskað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu, og auðlindir lístar þjóðareign.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 10:54
Nú þarf að fara í mjög ítarlega skoðun á því hvort 72.gr Stjórnarskrárinnar hafi verið brotin, þegar frjálst framsal var samþykkt á Alþingi Íslendinga 1990 á sameign þjóðarinnar (kvótanum),vonandi verður ekki ástæða til að setja Landsdóm í startholurnar, því á þeim lista gætu verið kunnuleg nöfn.
Því verðum við að segja í skoðanakönnuninni 20. okt. náttúruauðlindir verði lístar þjóðareign.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 11:52
Stjórnarskráin var bráðabirgðarplagg og sett fram með það fyrir augum að til stæði að breyta henni og aðlaga.
En auðvitað vitum við hvað hangir á spýtu Sjalla þegar þeir væla yfir hugsanlegum breytingum...
hilmar jónsson, 8.10.2012 kl. 12:52
Tek algjörlega undir með Ómari Ragnarssyni hér að ofan.
Skúli (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 14:10
Mjög góð grein eftir Brynjar Níelsson um málið.
Hvað hefur þú fyrir þér í því að stjórnarskráin hafi verið bráðabirgðarplagg Hilmar?
Hvað í stjórnarskrá átti þátt í hruninu?
Svar við báðum; Eh, hem. Uh. huh. ´´Eg veit ekki.. eigum við að kíkja út og taka smók?
Þetta stjórnarskrámál er eins og skurðlæknirinn sem vildi leggja niður útfararstofuna eftir misheppnaða aðgerð.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 14:28
Ég hef ákveðið að láta þetta tækifæri ekki ganga mér úr greipum að fá stjórnarkrá sem inniber flest af því sem þjóðin hefur verið að biðja um undanfarin ár, stjórnarskrá sem hefur verið unnin á þann hátt sem allir stjórnmálaflokkar hafa sagst vilja gera. En þegar á reynir rennur gríma á kappa, þar sem þeir sjá að það verður ekki haldið áfram á braut spillingar. Ég tel að við fáum ekki aftur svona tækifæri í bráð. Það má segja í þessu tilfelli, gættu að því hvað þú biður um, það gæti ræst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:42
Vel mælt Páll. Stjórnarskráin, sem grunnurinn undir blokkinni sem réttarríkið Ísland byggir á, má í mesta lagi hljóta vel ígrundaðar breytingar fræðimanna sem fínslípast af reynslunni, ekki þetta hápólítíska flaustur sem einkennir allt þetta ferli. Þessi Skoðanakönnun Ríkisins spyr ekki einusinni hvort maður vilji nýja stjórnarskrá eður ei, heldur gefur sér fylgi fólksins til þess.
Ómar, ESB- umsóknin er rammskyld þessum stjórnarskrár- breytingum: Annars yrði að draga umsóknina til baka, ef stjórnarskránni yrði ekki breytt að ósk Samfylkingar.
Flokkatengingarnar sem nefndar eru eiga varla við, þar sem svo vill till að ESB- aðildarsinnar innan hvers flokks eru hlynntastir aðgerðum Stjórnlagaráðs. Altént er það þá hrikaleg tilviljun að ESB- aðildarandstæðingar eru fáir í Stjórnlagaráði en eru meirihluti þjóðarinnar.
Segið nei við fyrstu spurningunni og ekkert annað, þá hafnið þið þessu brölti.
Ívar Pálsson, 8.10.2012 kl. 16:13
Já, hvaðan hefur Hilmar það að núverandi stjórnarskrá hafi verið og sé ´bráðabirgðaplagg´? Heyrist bara frá þeim sem vilja losa okkur við núverandi stjórnarskrá. Jón Ólafur, við verðum ekki að segja 20. okt. það sem þú segir að ofan í lokin (11:52).
Jóhönnuráðið var ofbeldi gegn Hæstarétti, æðsta dómstóli landsins. Og þjóðin bað ekkert um þetta. Málið var lamið í gegn og ætlunin var þessi: Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild Við þurfum ekki nýja stjórnarskrá og síst í þessum asa og flýti, þó megi bæta gömlu stjórnarskrána. Ætla að merkja NEI við no. 1 eða mæta ekkiElle_, 8.10.2012 kl. 16:29
Auðvitað merkja allir sannir íslendingar "NEI" við no;!
jóhanna (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 17:37
Alveg rétt, allir þeir sem eru á móti þessu stjórnlagaráðsklúðri ríkisstjórnarinnar ættu að mæta og krossa við NEI við spurningu 1.
Að mæta ekki jafngildir "mér er sama".
Kolbrún Hilmars, 8.10.2012 kl. 18:06
skora á alla að setja nei við fyrstu spurninguna og sleppa rest
þór (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 19:40
Ekki hægt að kenna sStjórnarskránni um hrunið, segir þú Páll.
Ég get verið sammála því en vandamálið er bara að stjórnvöld hafa ekki farið nema að takmörkuðu leiti eftir ákvæðum stjórnarskrárinnar síðustu hálfa öld. Hefðir, venjur og "almennur skilningur" manna á stjórnarskránni hefur ráðið för, ekki ákvæðin í stjórnarskránni.
Án efa væri engin þörf á að endurnýja gömlu stjórnarskrána ef hér væri starfandi stjórnlagadómstóll sem úrskurðaði jöfnum höndum hvort lög, reglugerðir og alþjóðasamningar sem stjórnvöld væru að gera á hverjum tíma stæðust ákvæði stjórnarskrárinnar.
Slíkur stjónlagadómstóll er því miður ekki til staðar hér og því hefur það verið í valdi hvers og eins ráðherra að túlka stjórnarskrána eftir eigin höfði.
Þess vegna er staðan eins og hún er og stjórnarhættir og stjórnsýslan í engu samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar.
Þess vegna er óbreytt staða óþvolandi. Þess vegna verður að koma til ný stjórnarskrá þar sem ákvæði um stjórnlagadómstól er sett inn.
Auðvitað má segja að nóg hefði verið að koma bara á þessum stjórnarskrárdómstól og taka upp þá stjórnskipan sem núverandi stjórnarskrá kveður á um og láta þeim dómstól það eftir að túlka með dómum sín um hver völd forseta eiga í raun að vera og hvort orðið "þingbundin stjórn" þýði að hér eigi að vera þingræði eða hvort hér eigi að "Semi presidential" lýðveldi að franskri fyrirmynd (eins og ég held fram).
Við höfðum þrjá valkosti:
a) Láta reka á reiðanum eins og gert hefur verið frá 1944 þar sem hver ráðherra og hver ríkisstjórn fær að túlka stjórnarskrána eftir eigin höfði.
b) Halda gömlu stjórnarskránni og setja á fót stjórnlagadómstól sem fær það hlutverk að túlka stjórnarskrána, þar með talið ákveða vald forseta.
c) Fela fólkinu í landinu það verkefni að skrifa nýja stjórnarskrá.
Og er þetta bara ekki ágætis leið sem valin hefur verið. Þessi drög að nýrri stjórnarskrá eru að mörgu leiti góð og síðan verður það Alþingis að taka út þá agnúa sem þegar hafa fundist, betrumbæta orðalag, með öðrum orðum gera gott verk enn betra.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.10.2012 kl. 20:05
Ég tek undir með Elle, en endilega mættu á kjörstað og notaðu þitt nei, ég er búinn að greiða utankjörstaðsr atkvæði og það vafðist ekki fyrir mér að segja nei,
Þórólfur Ingvarsson, 8.10.2012 kl. 21:36
Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagði að ´ef alþingi (eða ríkisstjórnin) skipaði stjórnlagaráð, virti það ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og gengi inn á svið dómsvaldsins í landinu´. Og ´bryti þannig gegn stjórnarskránni, eða að minnsta kosti sniðgengi hana´. Hann sagði ennfremur að ákvörðun Hæstaréttar ´væri í reynd hæstaréttardómur eða að minnsta kosti ígildi slíks dóms´.
Takk, kæri Þórólfur.
Elle_, 8.10.2012 kl. 23:49
Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir því að það er ekki verið að kjósa um tillögur stjórnarráðs í þessum kosningum, heldur er verið að kjósa eingöngu um innihald þeirra spurninga sem þar eru, ríkisstjórnin er enganvegin bundin af tillögum stjórnarráðs sem segir okkur bara eitt, ríkisstjórnin á eftir að búa til sína eigin útgáfur af því sem um er kosið og bæta við fleiri "viðbótum" sem fáir vilja sjá þar inni.
Fyrir þá sem eru að spá í hvernig ég kemst að þessari niðurstöðu, þá hvet ég ykkur til að hugsa aftur í tímann, og spyrja ykkur sjálf að þessum spurningum, hvenær hafa stjórnmálamenn tekið ákvarðanir sem henta almenningi? og hversu traustir eru íslenskir stjórnmálamenn almennt þegar kemur að því að standa við loforð og þá sérstaklega núverandi ríkisstjórn?
Fyrsta spurningin segir okkur allt sem segja þarf um restina af spurningunum, ríkisstjórnin á eftir að ákveða hvernig hver og ein þeirra verður síðan þegar hún kemst í stjórnarskránna, þar sem kjósendur eru búnir að samþykkja breytingar á stjórnarskrá, fyrir mér erum við að gefa ríkisstjórninni opin tékka á breytingar ef við segjum já við fyrstu spurningu.
Og hvað með þær tillögur sem ekki er verið að kjósa um? fara þær þá ekki inn líka, þar sem við erum búin að samþykkja það með spurningu 1?
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Til "Grundvallar", þetta segir allt sem segja þarf, tillögurnar fara aldrei orðrétt þarna inn eða inn yfir höfuð, með þessu þá þarf ríkisstjórnin ekki nema að velja kannski eina tillögu og nota hana eftir að henni hefur verið rækilega breytt til að henta þeim og síðan geta þau bætt við hverju sem þau vilja.
Hér er í raun verið að spyrja, Megum við ríkisstjórnin breyta stjórnarskránni eins og við viljum ef við lofum að skoða eitthvað af tillögunum frá ráðinu!!
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Hverjir verða tildæmis fyrirvararnir með þessu?
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Hvað verður tildæmis innihald þessa ákvæðis?
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Verði "heimilað" í meiri mæli, þetta segir ekki neitt, þetta er rosalega loðið, þarna á eftir að skilgreina hvað "í meira mæli" þýðir, og ekki eru þetta bundið því sem stjórnlaga ráð setti fram.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Þetta er eitthvað sem ætti ekki að þurfa vera í stjórnarskrá, þetta er svo sjálfsagður hlutur.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Hvað verður þetta hlutfall að mati stjórnvalda, 70%?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.10.2012 kl. 10:13
Ómar Ragnarsson skrifar "
Grunnatriði nýrrar stjórnarskrár eru byggð á vilja þjóðfundar, sem var slembiúrtak 950 manns úr þjóðskrá".
Þetta var samt ekki þjóðin segi ég og apa hér með upp orð ákveðinnar manneskju sem ekkert vill heitar en að selja landið undir erlend yfirráð.
Sjálfur mun ég segja nei við þessu plaggi sem sett var saman sem einhver "drög". Ég er líka á móti því að það egi að vera einhverjar "ráðgefandi" kosningar vegna mála sem lyggja fyrir hjá alþingi þetta eiga að vera bindandi kosningar.
Svo á þjóðin að fara eftir stjórnarskránni en ekki búa til nýja langloku sem verður til þess fallin að auðveldara verður að selja þjóðina undir erlend yfirráð, enda aðeins um "ráðgefandi" kosningu að ræða sem pólitíkusar geta orðað og túlkað niðurstöður á sinn hátt...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 9.10.2012 kl. 17:15
Sammála segið nei við þessu yfirhylmingar plaggi Jóhönnu og hennar meðreiðarsveina inn í Esb, þetta er hrein sóun á fjármunum sem betur hefðu verið settir í að bæta afkomu öryrkja og aldraðra. Þetta er sennilega eitt lélegasti kynningarbæklingur sem hefur verið sendur út til kynningar á efni, án nokkurar kynningar á hlutunum.
Steini V, 9.10.2012 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.