Mánudagur, 8. október 2012
Sexföld árslaun í skuld - hvað er að fólki?
Um tíu prósent landsmanna skuldar sexföld árslaun sín eða meira. Hlutfall þeirra sem skulda 4,5 til 6-föld árslaun er um 6%. Skuldsetning af þessum toga tekur engu tali.
Hluti þjóðarinnar býr við verulega skert fjármálavit og það er ekki hægt að kenna kreppu og hruni um fáránlega skuldsetningu einstaklinga. Og enn síður verðtryggingunni.
Fólk sem kann ekki að fara með peninga verður að fá leyfi til að fara í gjaldþrot.
Tæplega 16 þúsund í þrot frá 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ok. Segjum sem svo að einstaklingur hafi keypt sér íbúð á 20 milljónir fyrir hrun. 80% verðtryggt lán upp á 16 milljónir, 20% eiginfé upp á 4 milljónir. Árstekjur upp á 6 milljónir (500 þúsund á mánuði, vann t.d. í banka eða eitthvað þvíumlíkt) fyrir hrun. Atvinnulaus eftir hrun (árstekjur ca. 2.0 milljónir). 35% hækkun á verðtryggðu láni þýðir að lánið er komið í 21.6 milljónir. 110% leið á ekki við þar sem að verðmæti íbúðar í krónum talið er það sama og fyrir hrun.
Hlutfall á milli skulda og tekna fyrir hrun er 2.67.
Hlutfall á milli skulda og tekna 2012 er 10.80.
Það er með öðrum orðum ekkert mál að teikna upp dæmi um fullkomlega eðlilega fjármálastjórn einstaklinga sem rúmast innan þess hóps sem síðuhöfundur er að agnúast út í.
Seiken (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 07:35
Maður sem fjallar jafn mikið um þessi mál og þú, Páll, á að hafa meiri skilning á því sem gerðist hér fyrir 4-5 árum. Ég er t.d. alveg viss um að Umboðsmaður skuldara reiknar öll gengistryggð lán samkvæmt kolröngum upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum, sem neita að taka tillit til dóms Hæstaréttar nr. 600/2011, en hann lækkaði skuldir allra sem tóku gengislán um tugi prósenta. Veit ég um fjölmörg dæmi, þar sem eftirstöðvar lækka um milli 40 og 50%. Munar um minna.
Síðan varð stór hópur fólks fyrir gríðarlegri tekjuskerðingu. Hafi skuldir verið 24 m.kr. og tekjur lækkað úr 8 m.kr. í 4 m.kr., þá fer hún úr því að vera 3-föld árslaun í að vera 6-föld árslaun án þess að skuldin hafi hækkað. Líklegra er þó að skuldin hafi verið lægri, þegar tekjurnar voru hærri, og síðan hafi hvorutveggja gerst, að tekjur hafi lækkað og að skuldir hafi hækkað vegna þeirra gengdarlausu lögbrota sem áttu hér stað fram að hruni og hélt áfram að gæta löngu eftir hrun.
Marinó G. Njálsson, 8.10.2012 kl. 07:48
Hvað þýðir að hafa “fjármálavit” í landi þar sem peningastjórn valdhafa hefur alltaf verið tómt rugl. Í landi þar sem skuldir stærstu fjármálaóvitanna eru afskrifaðar, en þeir sem hafa þetta svokallaða “fjármálavit” eru hundeltir vegna nokkura þúsundkalla.
Seiken er með gott example um það sem gerðist eftir Davíðshrunið.
Lesið grein eftir Marinó G. Njálsson. Slóðin:
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1261333/#comment3366282
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 08:04
Frá Hruni hafa beinar skattahækanir á benzin, áfengi og tóbak,
hækkað skuldir heimilanna um ca 18 miljarða, og frá Hruni hafa heildarskuldir heimilanna hækkað um ca. 400 miljarða vegna þess Forsendubrests sem átti sér stað eftir Hrun, þetta gæti ekki átt sér stað neinstaðar annarstaðar en á íslandi, gæti verið að íslenska ríkið sé búið að skapa sér stórkostlega og óviðráðanla skaðabótaábygð, vegna hugsanlegrar ólögmætrar verðtryggingar? Meiri líkur en minni virðast vera á því að svo sé.
Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 08:19
Hæstiréttur leiðrétti gengislánin, lántökum í hag. Um 80 til 90% af landsmönnum er með fjármál sín í lagi. Þótt einhverjir af þeim 10-20 prósentum sem eftir standa eigi sér málsbætur þá er kristaltært að einn af hverjum tíu eða þar um bil kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum. Þetta fólk þarf að fara í gjaldþrot til að hægt sé að gera upp bú þeirra.
Páll Vilhjálmsson, 8.10.2012 kl. 09:00
Það má vel vera að einhver hluti þjóðarinnar hafi ekki fjármálavit og skuldi því of mikið, en hvernig skal greina þá frá hinum sem hafa lent í svikamillu kerfisins? Ekki gerir það verkið auðveldara að líka "fjármálaóvitarnir" hafa verið sviknir blekktir og stolið frá þeim. Auðvitað átti að fara hér fram kerfisbundin leiðrétting áður en hægt væri að benda fingri á þá lið sem "kann ekki fótum sínum forráð í fjármálum" og þurfa þá kanski sérstaka meðhöndun.
Gallarnir í pistli þínum Páll, benda til þess að þó þú sért kanski ekki í hópi "fjármálaóvitanna" að þá hefurðu a.m.k. ekki gripsvit á fjármálum!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 09:31
Þótt sumir skuldi 5 föld árslaun vegna íbúðarkaupa þarf það ekki að tákna að viðkomandi kunni ekkert með peninga að fara.
Skuldin getur einmitt verið skynsamleg - við hæfilegar verðbólgusveiflur. Sé ætlunin að greiða niður 20 milljóna skuld á 40 árum er afborgun 500.000 á ári á meðan húsaleiga (hófleg) er 1.800.000. Þarna er a.m.k. milljón aflögu eftir fasteignagjöld fyrir vaxtagreiðslur. Plúsinn er svo að skuldarinn á í lokin skuldlausa íbúð.
Mínusinn er hins vegar að miðað við núverandi aðstæður ruglar verðtryggingin þetta dæmi, eða þessi svokölluðu "afleiðulán" sem ekki einu sinni snjöllustu hagfræðingar geta reiknað 1 ár fram í tímann, hvað þá 40 ár.
Kolbrún Hilmars, 8.10.2012 kl. 15:19
Páll, þegar þú skrifar svona bull-pistil, þá þjónar þú lund ESB-sinnanna, sem boða skyndifixið, instant karma í draumalandi evrunnar.
Hverra erinda gengur þú Páll?
Við, allir hinir venjulegu puðandi millistéttaraular, viljum hinsvegar bara heiðarlegt og sanngjarnt uppgjör eftir hrunið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 15:49
Páll, þetta sýnir hvað þú ert litaður í afstöðu þinni til skulda heimilanna, að þú skilur ekki gagnrýni fólk á einmitt dóma Hæstaréttar. Dómurinn 15. september 2010, nr. 471/2010, hann hækkað lán mjög margra og í það minnsta hækkaði hann greiðslubyrðina.
Ég var með lán í Landsbanka Íslands sem hafði farið úr 1.200 þ.kr. við lántöku í 2,4 m.kr. Lækkun þess nam 9% við endurútreikninga, þ.e. í tæplega 2,2 m.kr. Eftir stóð sem sagt 1,5 m.kr. hækkun lánsins (að teknu tilliti til afborgana) eða 125% hækkun! Svona var nú vaxtadómurinn frá 15/9/2010 hagstæður fyrir mig gagnvart þessu láni. Landsbankinn (þ.e. nýi bankinn) áttaði sig á ósanngirni dómsins eða öllu heldur Árna Páls-laganna og bauð viðskiptavinum sínum minnst 25% afslátt, ef þeir skrifuðu undir ofurkjörin fyrir ákveðna dagsetningu. Þrátt fyrir slíkan viðbótarafslátt, þá endaði greiðslubyrðin í hærri tölu, en ef greitt var áfram af gengistryggða höfuðstóli lánsins!
Marinó G. Njálsson, 8.10.2012 kl. 16:16
Sæll.
Þegar fjármagn er sett á útsölu, líkt og aðrar vörur, eykst eðlilega eftirspurn eftir því, þetta er því ekki alveg rétt hjá þér. Það er hins vegar alveg rétt hjá þér að hver og einn verður að bera ábyrgð á sínu, bæði lántaki og lánveitandi.
Ég sjálfur er á móti því að láta dómstóla skipta sér að þessu, þeir sem ekki geta borgað sín lán eiga að hætta því og lánveitandi þeirra að tapa fé. Þegar tveir fullveðja aðilar gera með sér samning kemur þriðja aðila innihald hans ekkert við.
Jafna þarf stöðuna, fólk sem situr í mjög skuldsettum eignum á að hafa rétt til að rétta lánveitanda sínum lyklana að íbúðinni og þá eru báðir aðilar lausir allra mála - það er þá lánveitandans að koma eigninni í verð.
Sömuleiðis er alveg með ólíkindum að lánastofnunum skuli líðast að halda öllum þessum eignum sem þær hafa leyst til sín af markaði. Síðast þegar ég vissi átti ÍBL um 1700 íbúðir og hinir bankarnir eitthvað minna. Hluti þessara eigna er tómur. Þetta hefur auðvitað áhrif á verð og kemur sér illa fyrir neytendur en hagur þeirra hefur löngum verið fyrir borð borinn. Af hverju eru þessar stofnanir ekki skyldaðar til að setja allar eignir sem þær leysa til sín á markað? Er það kannski svo þær þurfi ekki að bera ábyrgð á útlánastefnu sinni?
Helgi (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.