Sál Samfylkingar holdgast í formanni

Ólíkt öllum öðrum stjórnmálaflokkum var Samfylkingin stofnuð til að verða stór flokkar. Aðrir flokkar eru stofnaðir um stefnumál eða skilgreinda hagsmuni. Samfylkingin lítur á stefnumál sem tæki til að afla fylgis og er nokk sama hvaða stefnumáli er flaggað.

Samfylking starfar samkvæmt forskriftinni að betra sé að veifa röngu tré en öngu - það sést á Evrópustefnu flokksins. Ef rök og skynsemi bitu á flokkinn myndi hann afturkalla ESB-umsóknina á meðan örlög Evrópusambandsins ráðast. En flokkurinn er ekki með neitt mál til að setja á oddinn í staðinn fyrir ESB-umsóknina og því verður að sveifla því ranga tréi enn um stund.

Sál Samfylkingar er innantóm og gat jafn auðveldlega rúmað frjálshyggju á tímum hrunstjórnarinnar eins og vinstristefnu VG í dag. Jóhanna Sig., sem er holdtekja flokksins, er eintóna yfirgangsseggur og endurspeglar vinnulag flokksins síðustu árin þar sem móttið hefur verið 'við komumst þetta áfram á frekjunni.'

Af framansögðu hlýtur niðurstaðan að vera sú að næsti formaður Samfylkingar verður að vera innantómur líkt og flokkurinn og geta ýmist orðið harður frjálshyggjuflokkur á ný eða hógvær vinstrilokkur eftir því sem pólitískir vindar blása. Og hvað sem segja má um Mörð Árnason þá er hann ekki innantómur. Hann hentar því ekki sem formaður Samfylkingar. 


mbl.is Mörður íhugar formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framboð Marðar væri við hæfi.

Hann er holdgerving hrokans í þessu liði.

Rósa (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 10:20

2 identicon

Sammála Páli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 10:44

3 identicon

Mörður væri minn maður.

Árni Páll er enginn Social Democrat eða Jafnaðarmaður, hann er of langt til hægri, ætti frekar að finna sér "niche" hjá Íhaldinu.

Samfylkinginn verður að taka genuine socialdemocratiska stefnu með vinsta ívafi. Annars er þeir glataðir.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 12:04

4 Smámynd: Elle_

Katrín Júl og Magnús orri passa við lýsinguna.  Og nokkrir enn.  Og sammála Elínu.

Elle_, 4.10.2012 kl. 18:40

5 Smámynd: Elle_

Orri.

Elle_, 4.10.2012 kl. 18:41

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Samfylkingin?  Sjálfstæðisflokkurinn?  Frjálshyggjuflokkar?

Uh... nei.  Síðan hvenar?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.10.2012 kl. 20:01

7 identicon

Ég myndi nú ekki segja að Magnús Orri væri innantómur, líst einna best á hann af Samfylkingarliðinu öllu, a.m.k. mun áhugaverðari kostur fyrir formann en Árni Páll

Skúli (IP-tala skráð) 6.10.2012 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband