Þriðjudagur, 2. október 2012
Samfylkingarréttlæti fær falleinkunn í Evrópu
Landsdómur átti samkvæmt þingmannanefnd að fjalla um ákærur á hendur fjórum ráðherrum um mistök í aðdraganda hrunsins. Ef farið hefði verið eftir Atlanefndinni þá hefðu fulltrúar stjórnmálakerfisins staðið fyrir dómi, tveir úr hvorum ríkisstjórnarflokki hrunstjórnarinnar.
Atkvæðahönnun Samfylkingar á alþingi sneri málinu upp í einelti á hendur einum ráðherra, Geir H. Haarde.
Í Evrópu er pólitískt einelti Samfylkingar ekki ýkja hátt skrifað.
Málið gegn Geir misheppnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hin hannaða atkvæðagreiðsla Samfylkingarinnar má aldrei gleymast.
Ég skil ekki að nokkur heiðvirður maður geti kosið fjórmenningana sem hönnuðu niðurstöðuna til að hlífa sínu fólki.
Þetta er mesta lúabragð seinni tíma.
Vonandi verður minnt á þetta í auglýsingum í aðdraganda prófkjöra Samfylkingarinnar.
Og síðan með myndum af þessu fólki í blöðum fyrir kosningarnar næsta vor.
Algjör viðbjóður.
Rósa (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 18:18
Þetta var hannað, eins og Rósa segir, og ákæruefni slöpp, þótt ekki vantaði fjáraustur í málssóknina. Vonandi verður staðið betur að ákæru, ef fleiri fyrrverandi ráðherrar þurfa að svara fyrir verk sín hjá Landsdómi.
Sigurður (IP-tala skráð) 2.10.2012 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.