Frekja sem stjórnmálastefna

Forysta VG ætlar með frekju að réttlæta upphlaup sitt gegn ríkisendurskoðanda, sem vel að merkja er undirstofnun alþingis - ekki framkvæmdavaldsins.

Upphlaupsmálið um skýrslu sem ekki var unnin er stormur í vatnsglasi. En til að gera fjöðrina að hænu þarf að búa til framhaldsupphlaup - og tala um trúnaðarbrest milli alþingis og þingmanna VG. Alþingi á að beygja sig fyrir sérstakri þörf þingmanna VG að hafa í frammi yfirgang.

Forysta VG kynnir sig í upphafi kosningavetrar sem óalandi og óferjandi frekjuhunda. 


mbl.is Ekkert samráð við forsætisnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta upphlaup allt er til að leyna einhverju í kringum Steingrím Sigfússon sem sennilega tengist björgun hans á handvöldum fjármálafyrirtækjum eða siðlausri meðferð hans á almannafé.

Ekkert er hreint í kringum þennan mann.

Rósa (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 17:07

2 identicon

Já, þetta er farsi. Vantar bara karaókíkórinn - þá væri það fullkomnað.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 18:00

3 identicon

Íslenska ríkisapparatið er líklega ekkert skárra en það gríska.

En Grikklandi í hag hætta flest möppudýran á sextugs aldri, á meðan mörlandinn stritast við að sitja, þar til að bera þarf hann út úr apparatinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 18:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Las í óspurðum fréttum í gær að oddamál VG í næstu kosningum yrði að aðskilja Fjárfestingarstarfsemi og þjónustustarfsemi banka. Hmmm? Þetta var eitt af forgangsmálum síðustu kosninga og talið einn grunnurinn að hruninu og sukkinu.  Þeir hafa kannski ákveðið að spara þetta fína loforð til betri tíma.

Sé einnig að í nýrri þingsályktunartillögu sem gerð var til að svæfa ríkisendurskoðunnarmálið þá er heitið endurskoðun á lögum um landsdóm. Eru menn orðnir svona hræddir þarna?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2012 kl. 19:51

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í sömu þingsályktun er breyting stjórnarskrár sett efst á lista. Menn eru orðnir ókyrrir yfir því að þjóðin sé að fá minnið til baka og fatti hvers vegna lagt var út í þá bjarmalandsför.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2012 kl. 19:54

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2012 kl. 19:54

7 identicon

Næsta skref

DV sagðist um daginn hafa undir höndum tölvupóstsamskipti Heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans.

Það virkaði 100% hjá Baugi að birta valið efni úr stolnum tölvupóstum Jónínu svo ég á von á því að einhver fréttamiðill komi bráðlega með áður óbirt "gögn"  þ.e.a.s. persónuleg tölvupóstsamskipti því það virðist ekkert mál að verða sér út um slíkt á Íslandi

Grímur (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 20:56

8 identicon

Mikið hefur VG æpt yfir skorti á eftirliti bankanna.  Og svo sem með góðum rökum að vissu leyti svona fyrir utan að nær allir bankar hins vestræna heims eru orðin óbenanlegur baggi sama hvað mismunandi eftirlitskerfiskallar hafa verið að dunda. 

En eðlilegt eftirlit með þeim sjálfum og meðhöndlun þeirra á fjármunum okkar.

Nei.  Þá var þeim víst nóg boðið.

Þvílíkt lið.  Ég verð grænn..

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 21:32

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.10.2012 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband